Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 194
SKAGFIRÐINGABOK
Þannig varð sunnudagurinn þeim bræðrum oft á tíðum mjög
takmarkaður hvíldardagur. En þessi greiðvikni þótti alveg sjálf-
sögð á þeim bæ, auk þess var framkoma heimafólks glaðleg og
án allrar þvingunar. Veitingar urðu allir að þiggja, hvaða erindi
sem þeir áttu og hvenær sem þá bar að garði.
Smiðja Páls stóð á brekkubrúninni norðvestur af bænum. I
aftakaveðri að vetri til fauk þakið af smiðjunni, höfðu gárungar
á orði að hún hefði farið „rundt for by“. Páll byggði aðra smiðju
sunnan við bæinn. Hún stóð í mörg ár eftir dauða hans, en var
lítið notuð og þó á haustin við að svíða svið. Var hún þá mikið
notuð af nágrönnum, enda ólík vinnubrögð eða gamla lagið að
svíða í hlóðum.
Páll var meira en meðalmaður á hæð, beinvaxinn á yngri
árum, breiður um herðar, sennilega vel styrkur. Hann hafði
gaman af lestri bóka og fylgdist allvel með því, sem fréttnæmt
var. Laus var Páll við alla minnimáttarkennd og dró lítt undan,
þegar hann sagði frá. Eitt sinn að vetri til var Páll einn á ferð með
naut. Nú vildi svo til, að hann þurfti að bjarga brókum sínum,
en boli var snakillur. Páll lét það ekki á sig fá, en sagði svo frá:
„Eg bara hélt í tuddann, leysti buxurnar og kveikti mér í pípu á
meðan,“ en Páll reykti mikið. Eins og þegar er frá sagt, var Páli
margt vel gefið, enda sagði Guðvarður faðir hans: „Páll minn er
nú mikill maður.“ Kunnugir hafa sagt mér, að Páll hafi um
mörg ár haft sömu göngur á Stífluafrétt, gengið Dranga á Vest-
ur-Hvarfdal.
ETm Pál segir Hannes frá Melbreið: „Páll Guðvarðarson f.
1845, d. 1925. Páll var greindur maður, hugsaði skýrt og var
bókamaður mikill, eftir því sem hér gerðist. Hann var ágætis
smiður bæði á tré og járn og harðduglegur, giftist ekki, en hafði
félagsbú með Jóni bróður sínum. Einnig með foreldrum sínum,
meðan þau lifðu.“'
1 Hannes Hannesson frá Melbreið: Syrpa nr. 4: Annálar.
192