Skagfirðingabók - 01.01.1992, Blaðsíða 21
BJORN PORKELSSON, SVEINSSTOÐUM
kotssjóður. Styrkir voru veittir úr gjafasjóði Jóhannesar fram
undir þann tíma er almannatryggingar gengu í gildi. Þessir
styrkir voru veittir fátæku fólki, sem hafði misst bjargræðisgrip
eða átt við veikindi að stríða. Verðbólga hefur eytt Jóhannesar-
sjóði eins og öðrum sjóðum, áður en verðtrygging varð til. Arið
1968 var hann kr. 9.169,-.
Jóhannes Jónsson hefur verið tveir menn, eins og stundum er
sagt. Að öðrum þræði harður í lund eins og Jón „harði“ bóndi
á Mörk, sem hann var kominn af, og að hinu leytinu hjálpfús við
þá, sem verst voru settir. I gjafabréfinu kemur fram guðstrú og
auðmýkt, og iðrun má lesa á milli línanna. Eg er viss um, að
Jóhannes gamli Jónsson er nú langt kominn gegnum hreinsun-
areldinn.
Björn Þorkelsson, Sveinsstöðum
Eftir að Jóhannes Jónsson fluttist að Svaðastöðum, óskaði hann
þess, að eitthvert dótturbarna sinna eignaðist Sveinsstaði, en
hann fékk Þorkeli tengdasyni sínum eignir sínar allar. Björn
Þorkelsson fékk Sveinsstaði, en ekki finnst eignarheimild hans
fyrir jörðinni í skjölum sýslunnar. Auðvitað hefur eignarheim-
ild verið til, en ekki þinglesin, eins og oft var á fyrri tíð.
I æviskrá Björns Þorkelssonar (Skagfirzkar œviskrár 1850-
1890, III. bindi) segir svo:
Guðlaug var 5 ára þegar hún missti föður sinn og ólst upp
á Svaðastöðum. Sú saga er sögð, að þegar Þorkell á Svaða-
stöðum fékk veður af því að Björn og Guðlaug felldu hugi
saman, hafi hann ekki verið ánægður, því hann hafði feng-
ið meðlag af sveit með Guðlaugu. Björn sagði þá föður
sínum, að hann vildi ganga að eiga Guðlaugu eða enga
konu ella. Þorkell lét undan síga, söðlaði hest sinn, fór á
fund sveitarstjórnarinnar og greiddi skuldina.
19