Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 76

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 76
75 dæmis kotbændur og leiguliðar þurft að vinna upp í skuldir sínar án þess að hafa almennilegt val um annað, sem og ýmsir aðrir sem eru illa staddir fjárhagslega. Áhrifaríka lýsingu af slíku er að finna í skáldsögu Torgnys Lindgren Naðran á klöppinni. Sagan gerist í Svíþjóð á 19. öld og segir frá leiguliðafjölskyldu sem er undir hælnum á kaupmanninum vegna óupp- gerðrar skuldar sem virðist aldrei takast að borga upp, sama hvernig árin líða. Kaupmaðurinn vill svo helst fá greitt í kynlífsþjónustu kvennanna í fjölskyldunni og yngir þar upp með árunum. Vegna skuldarinnar er fjöl- skyldan á hans valdi og fær lítið að gert.15 Skuldir eru samfléttaðar valdi, ekki aðeins valdi eins yfir öðrum eða valdi efri stétta yfir þeim neðri, heldur togast ýmislegt á í okkar eigin hugmyndaheimi þegar við hugsum um skuldir. Þannig hefur okkur flest- um verið innrætt að okkur beri að standa skil á skuldum okkar, annað sé ábyrgðarleysi og skammarleg hegðun, en hins vegar getum við fundið til vanmáttar þegar kemur til þess að greiða skuldir sem bera háa vexti eða þótt ósanngjarnt að einhver eigi að greiða skuld sem ljóst sé að hann ráði ekki við að greiða og vafasamt sé að hann hafi beinlínis sjálfur stofnað til, eins og stundum hefur verið uppi á teningnum varðandi skuldir þróun- arríkja. Vald lánardrottins yfir skuldara þarf ekki endilega að felast í að hann hneppi hann bókstaflega í þrældóm, eins og dæmið úr bók Lindgrens sýnir glöggt, og valdið getur líka verið fjárhagslegt þannig að skuldarinn sé bundinn af því að vinna fyrir skuldum sínum þótt hann sé ekki með bein- um hætti í vinnu fyrir þann sem lánaði honum féð.16 Vinnuafl sem slíkt hefur líka gengið kaupum og sölum með beinum hætti eða verið verðmetið. Þannig hefur þrælaverslun tíðkast á ýmsum tímabilum mannkynssögunnar og á hinum ýmsu svæðum. Í Grágás er 15 Torgny Lindgren, Naðran á klöppinni [ormens väg på hälleberget, 1982], þýð. Hannes Sigfússon, Reykjavík: Mál og menning, 1991. 16 Því hefur verið haldið fram að með vaxandi ójöfnuði og veikari stöðu launþega á vinnumarkaði á Vesturlöndum á undanförnum áratugum hafi vinnandi launþegar orðið háðari lánastofnunum í tilraunum sínum til að ná endum saman og ríkjandi hagkerfi sé einhvers konar skuldahagkerfi sem nærist mest á þeim sem megi síst við því. Sjá t.d. Silvia Federici, „From Commoning to debt: Financialization, Microcredit, and the Changing Architecture of Capital Accumulation“, The South Atlantic Quarterly, vor 2014, bls. 231–244; Lisa Adkins og Maryanne dever, „Housework, Wages, and Money. The Category of the Female Principal Breadw- inner in Financial Capitalism“, Australian Feminist Studies 29(79), 2014, bls. 50–66. Federici gagnrýnir einnig smálánastarfsemi til kvenna í þróunarríkjum sem hún segir að komi þeim í mörgum tilfellum í mikil vandræði auk þess sem hörðum aðferðum sé oft beitt við að innheimta skuldirnar. BLÓðSyKUR, ViNNUViKUR, MæLiSTiKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.