Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 170
169
hins vegar eingöngu byggð á því sem við skiljum þar eftir, varðveitum
og skipuleggjum. Francisco delich útskýrir: „Tölvur hafa minni, en eftir
því sem ég fæ best séð engar minningar. Þær eru heldur ekki færar um að
gleyma, því þá myndu þær missa tilgang sinn. Þetta er fullkomið minni,
sem hægt er að eyðileggja en ekki að breyta. Það er hægt að skipta um
það, að hluta eða að fullu, viljandi eða ekki, en það sem gleymist kemur
aldrei aftur, engin minning mun trufla fullkomið skipulag kerfisins.“24
Hátturinn sem hafður er á við flokkun og geymslu okkar stafrænu spora
er hins vegar mjög umdeildur, og við höfum eiginlega ekkert um það að
segja og það virðist ómögulegt að geta sér til um hvaða áhrif þetta mun
hafa á frásagnir okkar og líf í framtíðinni. Bowker veltir fyrir sér af hverju
þessi spor samanstanda: „Í hnattrænu samhengi, þau spor sem við skiljum
eftir okkur í heiminum merkja eitthvað þegar allt er talið. Það er í gegnum
ferla sem fylgja þessum sporum sem ég skil atburð sem ég tek þátt í.“25
Ef þetta myndar sjálfsmynd okkar – skilgreiningin á tilveru okkar – þá
er stjórn eða yfirráð lykilatriði í þessum ferlum. Eins og Garde-Hansen,
Hoskins og Reading benda á: „,Samfélagsmiðlaminni‘ er […] ný, blönd-
uð tegund opinbers og einkalegs minnis. Skammtímavídd samfélagsmiðla
hylur möguleika þeirra til að ásækja notendurna eins og miðlunardraugar
löngu eftir að líftíma þeirra á samfélagsmiðlum er lokið.“26 Það virðist því
ómögulegt að geta sér til um hvernig þessi nýja tækni eins og hún er nýtt
í þessum miðlum mun hafa áhrif á frásagnir okkar og líf okkar í framtíð-
inni.
Dauðinn, gleymskan og tæknin
Eitt af því sem í boði var á Facebook árið 2011 var lítill rammi sem birtist
á skjánum og sýndi hvað notandinn hafði skrifað á þessum degi tveimur
árum áður. Þetta gat oft verið mjög svo á skjön við lífið hér og nú – for-
tíðin birtist allt í einu án þess að minni notandans réði þar nokkru um.
Það eru að sjálfsögðu félagsleg, pólitísk og hagræn öfl hér að verki.27 Það
24 Francisco delich, „The Social Construction of Memory and Forgetting“, Diogenes
(201) 2004: 65–75, bls. 69.
25 Bowker, „The Past and the internet,“ bls. 23.
26 Joanne Garde-Hansen, Andrew Hoskins og Anna Reading, „introduction,“ Save
as… Digital Memories, ritstj. Joanne Garde-Hansen, Andrew Hoskins og Anna
Reading, New york: Palgrave Macmillan, 2009, bls. 1–26, bls. 6.
27 „Acts of committing to the record (such as writing a scientific paper) do not occur
in isolation—rather, they are embedded within a range of practices (technical,
formal, social) that i define collectively as memory practices. Taken as a loosely
FRÁSÖGN ÁN GLEyMSKU OG dAUðA