Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 244
243
hefðbundni grunnur fyrir tengslamyndun, hvað verður þá um óaðlaðandi
fólk, þá sem hafa ekki færni eða áhuga á að gefa eins og þeir fá? Fatlað
fólk, fólk með króníska eða banvæna sjúkdóma, aldraðir og kynferðislega
vanhæft fólk myndi áfram hagnast (eins og það gerir núna) á aðhlynningu
faglegra kynlífsverkamanna sem ekki beita mismunun gagnvart þessum
hópum“.20
Fólk með blæti myndi einnig stuðla að eftirspurn eftir vöruvæddu kyn-
lífi, heldur Califia áfram, þar sem „margar blætisforskriftir eru einfaldlega
þróað form af göfgaðri og yfirfærðri sjálfsfróun, sem hefur ekkert fram að
færa fyrir makann annað en ánægju gegnum millilið.21 Vændi dregur úr
þörfinni, með orðum Califia, til að „leika píslarvott“ í sambandi með því
að láta undan blætisþörf makans af óeigingirni. Og í þessum fyrirmynd-
arheimi hennar myndu kynlífsverkamenn „vera leiðbeinendur, heilarar,
ævintýragjarnar sálir – umburðalyndar og samúðarfullar. Vændiskonur eru
allt þetta í dag, en þær rækja sína góðmennsku og sín dygðugu störf í van-
þakklátu umhverfi“.22
Í skrifum Chapkis og Califia er rökunum um vændi sem ákveðið form
af vinnu þannig skeytt saman við staðhæfingar um félagslegt gildi kynlífs-
vinnu og rétt viðskiptavinar til þess að hafa aðgang að þjónustu vændis-
kvenna.23 Vændiskonur ættu að njóta félagslegrar upphefðar vegna þess að
þær greiða fyrir uppfyllingu erótískra þarfa sem yrðu annars ófullnægðar,
alveg eins og heiðra skyldi heilbrigðisfólk og kennara af því að þau mæta
heilbrigðis- og menntunarþörfum samfélagsins. Og vegna þess að vændi
sinnir mannlegum þörfum, eins og lækningar og menntun, þá myndi það
halda áfram að vera til í samfélagi sem hefði náð fullu kynja-, kynþátta- og
stéttajafnrétti.
Þetta færir okkur langt frá hugmyndinni um vændi sem lítið meira en
þjónustustarf, því ef samanburður væri gerður til dæmis við störf á hóteli
eða við heimilishjálp, væru sömu rök ekki sannfærandi. (Það verður alltaf
til fólk sem er of upptekið eða er of mikilvægt, eða mun einfaldlega ekki
nenna að opna dyrnar fyrir sjálft sig, búa um rúmið sjálft, þvo sinn þvott,
20 Pat Califia, Public sex: The Culture of Radical sex, bls. 245.
21 Sama heimild, bls. 245.
22 Sama heimild, bls. 247.
23 Sjá einnig Robertu Perkins og Gary Bennett, Being a Prostitute, St Leonards, New
South Wales: Allen and Unwin, 1985; Carol Queen, „Sex Radical Politics, Sex-
Positive Feminist Thought, and Whore Stigma“, Whores and other Feminists, ritstj.
Jill Nagel, London: Routledge, 1997.
RéTT OG RANGT UM VæNdi