Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 9
STEFÁN MAGNÚSSON BÓKBINDARI,
SAUÐÁRKRÓKI
MATTHÍAS EGGERTSSON kennari á Hólum skráði
Á ÁRUNUM 1971-80 átti ég heima á Hólum í Hjaltadal þar sem ég var
kennari við Bændaskólann. Fljótlega eftir að ég flutti í Skagafjörð komst ég
að því að á Sauðárkróki væri bókbindari að nafni Stefán Magnússon. Ég
lagði leið mína til hans með bækur í band, fyrst einungis fyrir sjálfan mig
en síðan einnig fyrir kunningja mína. Ferðum mínum á fund Stefáns fjölg-
aði og kynni okkar uxu. Að því kom að Stefán gerði stundum hlé á vinnu
sinni í heimsóknum mínum og flutti sig yfir í svefnherbergi sitt þar sem
við áttum nokkurt spjall. Jafnvel kom fyrir að ég liti inn til hans þótt ég
væri hvorki að koma með bækur í band né sækja bækur til hans.
Mér fannst fróðlegt og gaman að spjalla við Stefán, hann hafði frá mörgu
að segja og var sanngjarn í umsögnum sínum um menn og málefni. Ein-
hverju sinni færði ég það í tal við hann að tala inn á segulband. Hann tók
því ljúfmannlega eins og öðru og við létum verða af því á útmánuðum árið
1975. Árangurinn varð eins og hér fylgir á eftir. Lokakaflinn var hins vegar
skráður veturinn 1996. Mér þykir vænt um að hafa átt þátt í því að þessi
frásaga Stefáns Magnússonar, bókbindara, komst á blað. Skagfirðingabók
þakka ég fyrir að taka hana til birtingar.
Matthías Eggertsson
I
Éger fæddur í Torfmýri f Akrahreppi í Skagafirði hinn 6. marz
1906. Foreldrar mínir voru Magnús Hannesson og Jakobína
Gísladóttir, en þau bjuggu í Torfmýri í um 20 ár. Hannes afi
minn var Þorláksson, bóndi í Axlarhaga, Jónssonar, bónda á
Yztu-Grund í Akrahreppi. Föðuramma mín var Ingibjörg Þor-
leifsdóttir, bónda á Botnastöðum í Svartárdal, sem var sonur
Þorleifs ríka, bónda í Stóra-Dal. Móðir mín var dóttir Gísla
Jónssonar, bónda og hreppstjóra á Herjólfsstöðum og konu
7