Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
var Þórarinsbók. Hún heitir réttu nafni Lestrarbók handa alþýðu d
íslandi og er eftir séra Þórarin Böðvarsson prest í Görðum á
Álftanesi, gefin út árið 1874. Þetta er ákaflega merkileg bók
að mörgu leyti. Þar var fléttað saman fróðleik margs konar og
svo skemmtiefni innan um. Svo man ég eftir, að til var heima
eitthvað af Æskunni, sem þá var nýlega farin að koma út, og á
þetta lærði ég að lesa, en ekki man ég eftir neinu stafrófskveri.
Húslestrar voru lesnir heima á sunnudögum og jafnvel oftar,
bæði á föstunni og fyrri hluta vetrar, en þá voru lesnar hug-
vekjur, sem giltu frá veturnóttum til jólaföstu. Vorið 1919 var
ég fermdur, og var ég í fyrsta árgangnum, sem séra Lárus Arn-
órsson á Miklabæ fermdi. Hann var þá nýlega ráðinn aðstoðar-
prestur til séra Björns Jónssonar, sem þá var orðinn blindur.
Við áttum kirkjusókn að Flugumýri, og foreldrar mínir sóttu
afar mikið kirkju. Áður en orgel kom í kirkjuna, stjórnaði
móðir mín söng eða byrjaði, sem kallað var þá. Messað var
þriðja hvern sunnudag, og það var viðburður, ef messa féll nið-
ur, nema þá vegna stórkostlegs illveðurs. Ég man eftir því,
þegar séra Björn fór fyrir neðan, sem kallað var, að það var æv-
inlega maður með honum og hvítur hundur. Það er til gamalt
máltæki, sem segir, að það séu fleiri hundar svartir en hundur-
inn prestsins, en ég vil breyta þessu og segja, að það eru fleiri
hundar hvítir en hundurinn prestsins, því að það tók hvítur
hundur við af hvítum hundi.
Svo var einn árlegur stórviðburður á æskuárum mínum. Það
var lestrarfélagsball, en í hverri sókn var lestrarfélag. I Flugu-
mýrarsókn var ekki nema um tvo staði að ræða til að halda
samkomur. Það var Flugumýri og Réttarholt. I Réttarholti
hagaði þannig til, að þar var lítið hús með timburgólfi. Bærinn
brann þar að mig minnir árið 1907, og þá var hrófað upp þessu
húsi, sem búið var í meðan bærinn var endurbyggður. Veggir
og þak þess voru úr torfi, og þarna var dansað eftir einfaldri
harmóníku. Fyrsti spilari, sem ég man eftir, hét Jón og var
kenndur við Hellu. Svo kom Guðvarður Guðvarðarson, sem
12