Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐINGABÓK
skúffunni, og þá dróst heyið sjálft aftur úr skúffunni, þegar
stigið var á pedala og karminum var lyft að aftan. Fyrstu sláttu-
vélarnar voru af gerðinni McCormick en síðar komu Herkúles-
vélar. Eg held, að með fyrstu sláttuvélum, sem keyptar voru í
Skagafjörð, hafi komið árið 1908 og þá að Páfastöðum og
Reynistað. Aður hafði komið vél í Sjávarborg, keypt 1907.
Hana átti Stefán Björnsson, þá bóndi þar.
V
Árið 1937 fer ég að vera hér á Sauðárkróki á veturna, en ég var
á Reynistað á sumrin allt til ársins 1934. Eftir að ég settist að á
Sauðárkróki fór ég að stunda bókband hér, og reyndar var ég
byrjaður á því áður en ég fór frá Reynistað. Það voru annars dá-
lítið skrýtin atvik, sem leiddu til þess, að ég fór út í þetta bók-
band. Það var um 1930, að við vorum að vetrarlagi að aka
heim heyi neðan frá Vatnabökkum tveir vinnumenn á Reyni-
stað. Eg batt, en hinn fór á milli. Svo var það eitt sinn, þegar
ég er búinn að binda nóg í eina ferð á sleðann, að ég sé ekkert
til mannsins heiman að. Eg bíð þarna æði lengi og skil ekkert í
þessu, svo að mér dettur það í hug að hlaupa yfir Vötnin, sem
voru lögð, og yfir í Keldudal, sem var örstutt þarna frá. Þar bjó
frændfólk mitt. Bóndinn hét Gísli Jakobsson og var móður-
bróðir minn. Sonur hans, Guðmundur, er bókbindari í Kópa-
vogi. Hann var þá svolítið farinn að binda inn og sýndi mér
það. Eg fæ þarna áhuga á þessu og fékk einhverja snepla hjá
honum til að reyna mig á og fer svo að bauka við þetta, þegar
heim kemur. Eg hafði auðvitað ekki nokkurn hlut til neins,
nema hníf og skæri, en einhvern veginn kuðlaði ég saman einni
eða tveimur bókum. Svo er það nokkru seinna sama vetur, að
ég er á ferð hér úti á Sauðárkróki, sem ég var ákaflega oft, að ég
kem í hús, sem ég hafði oft komið í áður. Þar bjó Kristjana
Sigfúsdóttir, ekkja eftir Pétur Sigurðsson tónskáld. Eg drakk
þar kaffi hjá henni í eldhúsinu, og þá eru þar opnar dyr inn í
22