Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 25
STEFÁN MAGNÚSSON BÓKBINDARI
Heimilisfólk á Reynistað sumarið 1932. Fullorðnir f.v.: Jón Sigurðsson,
Sigrún Pálmadóttir, Þóra og Halldóra Jóhannsdxtur, Pétur Jónsson, Sig-
urður Jónsson, Gísli Dan, Guðmundur Sigurðsson og Stefán Magnússon.
Fyrir framan sitja fjögur börn, f.u: Bjami ísleifsson, Þorbj'örg Muller, Anna
Guðmundsdóttir og Lucinda Möller. Hundurinn Jökull kúrir vcerðarlega.
Ljósmyndari ókunnur Einkaeign
geymslukompu. Þar sé ég að eru bókbandsáhöld, frumstæð að
vísu, en þó pressa, hnífur og stóll. Eg spurði hana, hvort hún
ætti þetta. Hún segir, að Pétur hafi átt þetta og að hún geri
ekkert með það. Ég spyr, hvort hún vilji selja mér áhöldin.
Hún segist skulu gera það, og ég kaupi þau fyrir 15-20 krónur
og þóttist aldeilis maður að meiri og fer nú að binda og bind
nokkrar bækur.
Svo kemur að því fljótlega, að ég sé, að ég verði að læra til
þessa réttu handtökin, ef ég ætli að gera þetta að einhverju
ráði. Ég ráðfæri mig við Jón um þetta, og hann tekur því mjög
vel og gefur mig lausan. En þá var að koma sér fyrir. Ég hringi
í mann úti á Höfðaströnd, sem var lærður bókbindari, Einar
23