Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK
Jóhannsson í Mýrakoti, en hann hafði þá engin tök á að taka
mig í nám. Þá hringi ég í Hannes bróður minn á Akureyri og
spyr hann, hvort þar muni enginn maður vera, sem geti tekið
mig í svona tvo mánuði til að kenna mér undirstöðuatriði í bók-
bandi. Hann bendir mér á Arna Arnason, sem kenndur var við
Kálfsstaði í Hjaltadal, en faðir hans bjó þar lengi. Ég hringi f
Arna, og hann segir, að það sé algjörlega útilokað, að hann geti
tekið mig. Hann sé með þrjá menn og fleirum komi hann ekki
fyrir. Þá hélt ég, að þetta væri búið þann veturinn. Svo líða
tveir, þrír dagar. Þá hringir Arni og segir, að það hafi forfallazt
maður hjá sér og hann komi ekki meira þann veturinn og nú
geti hann tekið mig, ef ég vilji. Ég dreif mig þá norður og var
umsamda tvo mánuði.
Hugmyndin hjá mér var fyrst og fremst að læra að gylla.
Þetta var árið 1933, og þá var kreppan í algleymingi og erfitt
að útvega nokkuð. Ég sá, að það var til lítils að læra að gyllá ef
mig vantaði svo áhöld til þess. Ég spurði Árna, hvort hann
gæti nokkurs staðar útvegað mér gyllingaráhöld, og hann taldi
það af og frá. Svo var það nokkrum dögum síðar, að það kemur
blað inn á heimilið þar sem ég bjó. Þar sé ég auglýst gyllingar-
tæki til sölu. Ég var fljótur að hafa samband við þann sem aug-
lýsti, og þá reyndist það vera ekkja ættuð héðan úr Skagafirði.
Maður hennar hafði verið Egill Jónasson, bróðir Haraldar á
Völlum, og hann var bókbindari. Ég falast eftir tækjunum, en
segi henni jafnframt, að það sé sá galli á, að ég eigi ekkert fé
handbært, en að ég sé að fara heim til Sauðárkróks eftir fáa daga
og að ég skuli senda henni andvirðið, þegar þangað komi.
Þekkir þú engan hér í bænum, sem getur gengið í ábyrgð
fyrir þig, spyr hún þá. Ég segist búa hér hjá bróður mínum og
segist skulu biðja hann að ganga í ábyrgð fyrir mig.
Hver er hann, spyr hún?
Hann heitir Hannes Magnússon og er yfirkennari við barna-
skólann.
24