Skagfirðingabók - 01.01.1996, Síða 28
SKAGFIRÐINGABÓK
svo að fara út úr fordyrinu, þá er það stráklingur, líklega send-
i 11 hjá fyrirtækinu, sem víkur sér að mér:
Heyrðu, var sá gamli eitthvað í vondu skapi? segir hann.
Æi, já, sagði ég, mér fannst það einhvern veginn hálfpart-
inn.
Það kemur stundum fyrir, segir strákurinn, en þú skalt
koma einhvern tímann seinna, þegar vel liggur á honum.
Hvernig í ósköpunum á ég að vita, hvenær hann er í góðu
skapi, ég sem bý langt uppi á Brekku?
Hefurðu síma? segir strákurinn.
Já, ég segi honum, að það sé sími í húsinu, þar sem ég held
til.
Hann spyr, hvert númerið sé og segist skulu láta mig vita.
Svo líða nokkrir dagar, og þá hringir strákur og segir mér, að
nú skuli ég koma. Eg fór þá niðureftir, og þá er Oddur í bezta
skapi og vill allt fyrir mig gera. Hann lætur mig hafa letrið,
sem mig vantaði, og lætur mig að auki hafa eitt heilt sett af
letri og vill ekkert fyrir það taka. Hver strákurinn var, veit ég
hins vegar ekki enn þann dag í dag.
Ég fór svo að binda inn, en ýmsir spáðu illa fyrir því og
töldu engan grundvöll fyrir því að hafa það að aðalstárfi. Tím-
arnir voru erfiðir, og ýmsir höfðu byrjað á þessu en gefizt upp.
VI
Það var að nokkru leyti að áeggjan séra Helga Konráðssonar,
að ég settist að hér á Sauðárkróki. Hann var þá að endurskipu-
leggja bókasafnið hér, sem komið var í mestu niðurníðslu. Hann
var mikill áhugamaður um þessi mál, og ég gerði ekki mikið
annað fyrsta veturinn heldur en að endurbæta bækur bóka-
safnsins. Ég var reyndar smeykur um, að þegar því væri lokið
að mestu leyti, þá væri þetta búið að vera sem aðalatvinna.
Svo annan veturinn, sem ég er hérna, 1938, þá bjó ég í litlu
kvistherbergi úti í bæ. Kemur þá upp til mín maður, sem ég
26