Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 34
SKAGFIRÐINGABÓK
Stefán bjó lengst af við Kirkjutorg, í norðurendanum á Rúss-
landi, neðri hæðinni. Þar hafði hann vinnustofu vestan megin,
en rúmið hans var í litlu herbergi að austanverðu og ekki skörp
skil milli vinnustofu og svefnherbergis. Hann var um margra
ára skeið sem næst heimamaður hjá sr. Helga Konráðssyni og
Jóhönnu Þorsteinsdóttur konu hans. Ragnhildur dóttir þeirra
segir svo frá:
Um sautján ára skeið leigði Stefán Magnússon hjá foreldrum
mínum í Þýzkalandi, prestshúsinu við Kirkjutorg, og þegar
hann flutti frá okkur var það aðeins um set, því að hann keypti
íbúð í næsta húsi, Rússlandi. Stefán var hjálparhella okkar og
hollvinur í hvívetna, og milli hans og foreldra minna ríkti gagn-
kvæm vinátta og tryggð.
Frá því ég man eftir mér var faðir minn störfum hlaðinn frá
morgni til kvölds. Auk prestsstarfsins vann hann við kennslu
og skólastjórn, sinnti félagsmálum og hafði um skeið umsjón
með sýslubókasafninu. Auk þess safnaði hann sjálfur gömlu
prenti og átti mikið og verðmætt bókasafn. Stefán Magnússon
aðstoðaði föður minn á margan hátt, meðal annars batt hann
inn bækur hans og var honum liðlegur við alla sýslan er við-
kom safninu. Stefán var meðhjálpari í Reynistaðarkirkju og
ætíð fylgdarmaður föður mfns þegar hann fór þangað frameftir
að vetrarlagi. I kirkjunni á Sauðárkróki var Stefán hringjari.
Verkahringur móður minnar var annar. Þótt við værum að-
eins þrjú í heimili var það samt stórt og umsvifamikið vegna
gestagangs. Margir áttu erindi við föður minn, og iðulega
dvaldist fólk hjá okkur tímabundið, bæði námsmenn á vegum
föður míns og ættingjar og vinir víðs vegar að. Varla leið sá dag-
ur, að einhver gestkomandi snæddi ekki með okkur hádegis-
verð. Var því um að ræða allmikla búsýslu, sem móðir mín
hafði á hendi. Stjórnaði hún heimilinu með mikilli rausn og
lagni. Allir aðdrættir voru í þá daga erfiðari en nú og heimilis-
32