Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 37
SAUÐAHVARFIÐ
Frásögn eftir JÓN N. JÓNASSON á Selnesi
Gísli hét maður. Hann var Gunnarsson frá Skíðastöðum á Lax-
árdal ytri. Gísli bjó á Kárastöðum í Hegranesi um og eftir
1870.' Hann var hestamaður mikill og góður búþegn í hví-
vetna. Oft keypti Gísli hesta í Skagafirði og fór með þá austur í
Múlasýslur á vorin, síðla, og seldi þá bændum þar til heima-
notkunar. Sagt var, að hann græddi talsvert fé á kaupferðum
þessum, en aldrei seldi hann austur nema góða hesta og galla-
lausa og hafði því traust sinna skiptavina þar eystra. Gísli varð
því brátt vel fjáreigandi og hafði margt sauða. Eigi var trútt
um, að hann væri allmjög öfundaður af þessum gróða sínum.
Það var á einhverju hausti um þessi missiri, að veðurfar var
óvenju gott, svo að menn hýstu eigi sauðfé í Skagafirði fyrr en
komið var fram á jólaföstu. Þá komu frost allmikil, en héldust
þó stillur og hreinviðri allt til jóla, og var oft mikil héla á
jörðu. Þegar Gísli smalaði sauðfé sínu og tók það í hús, var
honum vant tveggja geldsauða, og var annar þeirra grár for-
ustusauður, hið mesta metfé. Var sauðanna lengi og víða leitað,
því að Gísla þótti hinn mesti skaði að missa Forustu-Grána
sinn. En hvernig sem þeirra var leitað, þá fundust þeir hvergi.
Virtist Gísla eigi einleikið um hvarf þeirra og hugði sig vera
stolinn þeim. Leið svo veturinn og fram á vor, að eigi fréttist
til sauðanna.
1 Gísli Gunnarsson bjó á Kárastöðum 1863-65. Hann drukknaði í vestara ósi
Héraðsvatna 20. ágúst 1865. Sjá Skagfirzkar œviskrár 1850-1890,1, bls. 53-54.
35