Skagfirðingabók - 01.01.1996, Side 39
SAUÐAHVARFIÐ
við bónda og bað hann gera sér nokkra úrlausn ef hann gæti.
Þegar þeir höfðu nokkuð rætt um þetta, þá segir bóndi: „Þótt
ég geti eigi séð, hvað orðið hefur um sauði þína, þá mætti þó
freista, hvort þú gætir séð það sjálfur með mínum atbeina, en
þau skilyrði set ég fyrir því, að þú látir engan vita, hver hafx
veitt þér þessa aðstoð, og hitt, að þú dragir eigi þann fyrir lög
og dóm, er stolið hefur sauðunum, því það þykist ég vita, að
þeim hafi verið stolið. Þó getur þú látið þjófmn borga þér þá
svo, að þú sért fullsæmdur af.“ Síðan bað hann Gísla að koma
með sér fram í bæ. Þeir fóru þar inn í kofa einn, lítinn og
gluggalausan. Dimmt var þar inni, en þó varð Gísli þess var,
að kofinn var þiljaður innan. Bóndi leiddi nú Gísla að einum
veggnum, sem hann hugði vera vesturvegg kofans. Þar tók
bóndi fjöl eina úr þilinu og sagði Gísla að setja höfuðið í opið
eftir fjölina og horfa beint fram til að vita, hvort hann sæi
nokkra nýlundu. Gfsli horfði nú beint fram í gráðið og sá fyrst
í stað ekki annað en svarta myrkur. En brátt varð hann þess
var, að nokkuð fór að skíma og sá hann eins og gráleita birtu
framundan sér. Þetta skýrðist smám saman svo, að hann fór að
sjá móta fyrir landslagi og fjöllum í fjarska. Brátt varð sýnin
svo skýr, að hann kenndi, að þetta voru Skagafjarðarfjöllin.
Enn skýrðist sýnin, svo hann sá glöggt Hegranesið og allt
landslag þar. Hann sá Hegranesið og Skagafjörð að vetri til,
eins og hann var um það leyti, sem sauðir hans hurfu. Hann sá,
að héla var á jörðu, bjart veður og kyrrt. Hann sá, að það var
kvöld eða nótt. Loks sá hann melásinn, sem áður er getið, fyrir
vestan Hendilkotsvatn. Þar sá hann, að hinir horfnu sauðir lágu
jórtrandi og spakir. Þekkti hann þá þegar, því að Gísli var fjár-
glöggur mjög. Brátt sá hann hvar maður kom gangandi austan
yfir vatnið, og fylgdi honum hundur. Þegar maður þessi kom
að sauðunum, gekk hann fyrst í kring um þá, og risu þeir þá á
fætur. Sá Gísli þá vel auða bletti í hélunni, af því að hún hafði
þiðnað þar sem þeir lágu. Svo glöggt sá Gísli þetta, að hann
þekkti manninn, sem þarna var á ferð. Hann sá, að maðurinn
37