Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 42
SKAGFIRÐINGABÓK
að með því móti verði þátturinn drýgra innlegg í skagfirska persónu- og
héraðssögu en verið hefði ef þar hefði aðeins verið sagt frá Guðrúnu sjálfri,
svo merk sem hún þó var.*
Höfundur
Seinni hluti 18. aldar og upphaf hinnar 19- er eitthvert hið
mesta hrakfallaskeið í Islandssögunni. Harðindabálkur mikill
gekk yfir á 6. áratug 18. aldar svo að þúsundir manna féllu úr
ófeiti. Fjárkláðinn fyrri barst til landsins 1761 og var ekki út-
rýmt að fullu fyrr en 1779. Tveim árum fyrr, 1777, versnaði
enn í ári og stóðu þau harðindi linnulítið til 1786. Þó tók
steininn fyrst úr með Skaftáreldum 1783 og móðuharðindum í
kjölfar þeirra, með óheyrilegum fénaðar- og mannfelli. Varð
„mikið mistur, móða og dimma í loftið hvervetna, svo varla sá
stundum sól í heiðskíru. En efitir sólhvörf, 21. Junii, kom vot-
virði og regn með þoku. Hvítnaði þá andlit jarðar. Grasið visn-
aði upp, sem brunnið væri. Málnytjan missti mjólk. Sól var að
sjá sem blóðrauð væri".1 Jarðskjálfti mikill reið yfír Suðurland
1784 svo að Skálholtsstaður að frátalinni dómkirkjunni einni
hrundi til grunna og bólusótt felldi fjölda manns 1785—1786.
* Guðmundur Sigurður Jóhannsson fræðimaður á Sauðárkróki samdi sumar
heimildir til þessa þáttar, útvegaði ýmsar og benti á enn aðrar. Auk þess las
hann þáttinn margsinnis í handriti og gerði ýmsar mjög gagnlegar athuga-
semdir við hann. Án mikillar og óeigingjarnrar aðstoðar Guðmundar hefði
verið óvinnandi vegur að semja þáttinn.
Ritstjórnarmenn Skagfirðingabókar, þeir Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll
ísaksson og Sölvi Sveinsson bentu á margt sem betur mátti fara og hafi þökk
fyrir skarpskyggni sína og vandvirkni. Öðrum sem lásu þáttinn í handriti
og gerðu gagnlegar athugasemdir kann ég og bestu þakkir. Þeir voru: Anna
Agnarsdóttir sagnfræðingur, Hálfdan Helgason tæknifræðingur, Ingi Sig-
urðsson sagnfræðingur, Jón Torfason skjalavörður og Sigríður Lárusdóttir
frá Siglufirði. Jóni Torfasyni og öðrum starfsmönnum Þjóðskjalasafns þakka
ég enn fremur sérstaka lipurð og hjálpfýsi.
1 Höskuldsstaðaannáll séra Magnúsar Péturssonar, sjá Annála 1400-1800 IV
(Rvík. 1940-48), bls. 593.
40