Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 46
SKAGFIRÐINGABÓK
Semingsdóttir, móðursystir og síðar tengdamóðir Bólu-Hjálm-
ars, hóf störf í Miklabæjar- og Silfrastaðasókn.* 11
Nær fullvíst má telja að Guðrún hafi setið yfir sængurkon-
um áður en hún tók ljósmæðraprófið, en eftir það gegndi hún
ljósmóðurstarfinu samfleytt í 34 ár, fyrst í Skagafjarðarsýslu
1779-1803 og síðan í Borgarfjarðarsýslu 1803-1813. Aðeins
er kunnugt um eina konu sem var samtíða Guðrúnu og með
vissu gegndi ljósmóðurstörfum lengur en hún að loknu prófi,
Rannveigu Egilsdóttur í Snóksdal (42 ár, 1768—1820). Guðrún
naut launa af ljósmæðrapeningum úr konungsfjárhirslu 1785,
1791-1792 og 1803, en að henni áttu fæstar ljósmæður þess-
ara tíma greiða leið, jafnvel þótt lærðar væru.
Talsmenn kynjajafnræðis benda oft á að Islandssagan sé karla-
saga. Það er víst mála sannast að konur 18. aldar koma lítt við
sögur, nema þá helst nokkrar ólánskonur og örfáar eiginkonur
stórhöfðingja. Og þess munu fá eða engin dæmi að alþýðukon-
ur 18. aldar eigi sér sjálfstæðan „feril“, eins og það heitir á nú-
tímamáli. Guðrún Ólafsdóttir er undantekning frá þessari reglu.
Hún var hvorki höfðingjafrú né brotakona en átti þó óvenju-
legan feril sem unnt er að rekja með sæmilegri nákvæmni.
Alþýðukona frá 18. öld með sjálfstæðan feril, það er efni í
sögu. Af einhverjum ástæðum hefúr engum þótt taka því að
segja þá sögu hingað til. Hér verður reynt að gera örlitla brag-
arbót með því að rekja það helsta sem tekist hefur að draga
saman um Guðrúnu og ættmenn hennar.
dóttir áttu eftir að tengjast nokkuð því að bróðurdóttir Ragnheiðar varð
tengdadóttir Guðrúnar, eins og rakið verður hér si'ðar.
Þuríður Jónsdóttir, kona Bjarna Jónssonar bónda á Barká í Hörgárdal og
síðar í Neðra-Ási í Hjaltadal, var lærð ljósmóðir og er talin hafa gegnt ljós-
móðurstörfiim í Hólahreppi árin 1775 og 1785 en hafði áður verið ljósmóð-
ir í Hörgárdal. Sjá Ljósmaður d íslandi I, bls. 697.
11 Ljósmœður á íslandi I, bls. 128.
44