Skagfirðingabók - 01.01.1996, Síða 49
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
hann er stundum sagður Sigurðsson og var hann smiður, járn-
smiður eða einvörðungu bóndi og bjó hann á Reykjum ótil-
teknum, Reykjum á Reykjaströnd, í Geldingaholti eða Kálfár-
dal? Hér virðist enn úr allvöndu að ráða. Einn er þó reginmun-
ur á þætti Guðmundar Sigurðar og öðrum prentuðum heim-
ildum sem hér koma við sögu. Guðmundur tilgreinir heimild
fyrir sögn sinni, Ættatölubækur Jóns Espólíns sýslumanns. Þar
segir orðrétt um foreldra Guðrúnar:
Ólafur Jónss. sigldi og varð kleinsmiður, bjó á Reykjum
á Skagaströnd [svo], dó 1761, 56 ára, átti Þorgerði Ormsd.
bónda úr Húnvatnssýslu og 11 börn, komust 6 á legg,
Jón, Guðmundur, Sveinn, Guðrún, Ingunn, Guðríður.15
Allir Ólafarnir eru í rauninni einn og sami maðurinn, Ólafur
Jónsson járnsmiður og bóndi allvxða í Skagafirði, þar á meðal
öllum bæjunum sem hinar prentuðu heimildir tilgreina. Hann
var fæddur um 1705 á Melum í Svarfaðardal, skömmu áður en
stórabóla kvistaði niður landslýðinn. Foreldrar hans voru hjón-
in sem þá bjuggu á Melum, þau Guðrún, f. um 1666, Páls-
dóttir bónda á Skeiði í Svarfaðardal, Sigurðssonar, og maður
hennar Jón hreppstjóri Jónsson, f. um 1669, d. 1735, en hann
var síðar lögréttumaður á Urðum í Svarfaðardal og Hóli á Upsa-
strönd og loks smiður á Hólum í Hjaltadal frá 1723 til dauða-
dags.16 Sá ruglingur að Ólafur sonur þeirra hafi verið Sigurðs-
son kann að stafa af því að bróðir Ólafs hét Sigurður. Sá var
fæddur um 1700, lengi hreppstjóri á Karlsá á Upsaströnd,
smiður góður og einn auðsælasti bóndi í Eyjafirði um sína
daga.17 Bróðir Ólafs og Sigurðar á Karlsá var Páll stúdent og
15 Ættatölubækur Espólíns (6563). í orðréttum tilvitnunum til frumskjala er
stafsetning hér jafnan færð til nútímahorfs en orðmyndum yfirleitt ekki vik-
ið við.
16 Stefán Aðalsteinsson: Svarfdœltngar II (Rvík 1978), bls. 381.
17 SvarfdalingarW, bls. 395.
47