Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 52
SKAGFIRÐINGABÓK
maí 1752, 1. maí 1753, 12. ágúst 1755, 31. maí 1756,
29. apríl 1757.
Manntalsþingið á Seylu 22. apríl 1758.
Yfirleitt voru þingvottar valdir úr röðum mektarbænda og
sýna þessar undirskriftir því að Ólafur hefur verið vel virtur af
samtíðarmönnum sínum.
Á manntalsþingunum á Sauðá 21. apríl 1740 og 20. júní
1741, sem síðar getur nánar um, kemur fram að Ólafur býr þá
á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd.23 Hinn 29- apríl 1751 er
þar og „upplesin lögfesta Ólafs Jónssonar fyrir hans ábýlisjörðu
Kálfárdal" og á manntalsþinginu á Seylu 22. apríl 1758 er
„upplesin lögfesta Ólafs Jónssonar fyrir ábýlisjörð sinni Geld-
ingaholti til þeirra takmarka sem þar inni greind eru af dato
22 April 1758“.24
Daufleg lesning eru þessar undirskriftir Ólafs og lögfestur
en af þeim og öðrum heimildum má þó ráða ýmsa helstu þætt-
ina í æviferli hans. Eins og áður segir fæddist hann á Melum í
Svarfaðardal um 1705 og hefur vafalaust alist upp hjá foreldr-
um sínum þar í sveit, fyrst á Melum en síðan á Urðum, þar
sem þau eru 1712, en það ár vann Páll Vídalín að jarðabókar-
verki þeirra Árna Magnússonar í Vaðlaþingi og gisti hjá lög-
réttumanninum á Urðum á ýfirreið sinni um Svarfaðardal.25
Foreldrar Ólafs bjuggu síðast á Hóli á Upsaströnd frá 1720 til
1723, að faðir hans tekur sig upp og gerist smiður á Hólum í
Hjaltadal, í tíð Steins biskups Jónssonar. Ekki verður nú í það
23 Sjá Dóma- og þingbók Skagafjarðarsýslu 1736-1743, bls. 91-92 og 162-
166.
24 Sjá Dóma- og þingbók Skagafjarðarsýslu 1743-1753, bls. 125—127; Dóma-
og þingbók Skagafjarðarsýslu 1753—1761, bls. 130—131.
25 Sjíjarðabók Áma Magnússonar og Pa'ls Vídalíns X (Kmh. 1943), bls. 51. Jón
á Urðum var einn þeirra þriggja sem vottuðu jarðamatið í Urðasókn þann
26. júní 1712, sjá sama rit, bls. 78.
50
i