Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 57
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
1732-34 og hafa eflaust kynnst vel þar ytra. Skúli varð sýslu-
maður Skagfirðinga 1737, bjó fyrst á Hofí á Höfðaströnd en
fluttist einmitt 1741 að Ökrum í Blönduhlíð og „húsaði bæ
sinn skörulega".34 Það er því freistandi að álykta að Ólafur
kleinsmiður hafi farið utan í erindum Skúla, að efna í bæjar-
húsin á Ökrum. Þeir voru kunningjar og ekki sýnt að sýslu-
maður ætti kost á öðrum manni hæfari innan héraðs til þess að
takast á hendur slíka för. Vafalaust hefur hann launað sendi-
manni sínum vel og gæti það verið skýringin á því hversu
greiðlega Ólafi gekk að gjalda Sigríði Jónsdóttur skuld sína,
og hafði þó verið „bersnauður" fáum árum fyrr. Velvilji sýslu-
manns kann og að hafa ráðið nokkru um að Þorgerður kona
Ólafs hafði sigur í málaferlunum við Gísla hreppstjóra, son
Sigríðar. Þegar á allt er litið er sú tilgáta nærtæk að Ólafur hafi
farið utan á vegum Skúla Magnússonar og síðan unnið við bæj-
arbyggingarnar á Ökrum, en það er þá á hinn bóginn undar-
legt að utanfararinnar skuli ekki vera getið í annálum.
Ólafur og Þorgerður fluttust síðast búferlum frá Geldinga-
holti að Seylu árið 1759- Við ábúðinni í Geldingaholti tók þá
Ólafur lögréttumaður Björnsson prests á Hjaltabakka, Þorláks-
sonar.35 Viðskipti þeirra nafnanna urðu allsöguleg og komu til
rannsóknar og dóms á héraðsþingi á Seylu 30. október og 11.
nóvember 1760, sem ítarlega greinir í Dóma- og þingbók
Skagafjarðarsýslu 1753-1761 (bls. 178-183). Tildrög málsins
voru þau að Ólafúr Jónsson átti eftir eitthvað af timbri í Geld-
ingaholti, en lögréttumaðurinn vildi ekki láta laust þegar
Ólafur smiður hugðist sækja það um sumarið 1759-
Þorkell Þórðarson Hólaráðsmaður sótti málið fyrir Ólaf Jóns-
son en lögréttumaðurinn varði sig sjálfur.36 Allmörg vitni voru
34 Saga íslendinga VI, bls. 444; sjá einnig Sögu fráSkagfirdingum I, bls. 69.
35 Sjá um Ólaf og Björn föður hans í Lögréttumannatali, bls. 407—408 og fs-
lenzkum æviskrám I, bls. 255.
36 Þorkell varð síðar bóndi í Geldingaholti og á Miklabæ í Óslandshlíð, sbr.
þátt hans í íslenzkum ceviskrám V (Rvík 1952), bls. 152.
55