Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 66
SKAGFIRÐINGABÓK
Vel hafa þessi Kálfárdalssystkini mannast eftir því sem þá
gerðist um börn sléttra bænda, tveir elstu synirnir sigldir og
tvær af systrunum ljósmæður, önnur með vissu lærð og hin
sennilega einnig. En afkomendur í Skagafirði eignaðist aðeins
Guðrún á Bjarnastöðum.
Hrösun smiðsdótturinnar
í Ijósmæðratali er þess getið að Guðrún Ólafsdóttir hafi átt Jón
Pálsson bónda á Mannskaðahóli á Höfðaströnd og Bjarnastöð-
um í Unadal og með honum tvö börn, Kristínu Ingveldi og
Jóhannes, sem varð prestur í Grímsey.
Hér skortir enn mjög á að öllu sé til skila haldið. Að sögn
Espólíns (6564) áttu Guðrún og Jón einnig Sigríði, sem ekkert
er vitað um, og Ólaf, sem „dó fullorðinn í Grímsey". Af Ólafi
þessum finnst þó ekkert tangur í öðrum heimildum, hvorki
lífs né liðnum.54
Svo er Gísla Konráðssyni einum fyrir að þakka að vitað er
með fullri vissu um enn eitt barn Guðrúnar.55 Gísli segir nokk-
uð af séra Jóhannesi í Grímsey í Þætti af Grímseyjar-Antoníusi
og Grímseyingum og er þetta þar í:56
Nú vígðist þangað [þ.e. til Grímseyjar] snemma á 19-
öld stúdent sá Jóhannes hét, Jónsson, norðlenzkur, kall-
aður vel að sér, hraustmenni og glíminn. Sagður var
hann ölkær og kvensamur ... Hann var son Guðrúnar yf-
irsetukonu Ólafsdóttur og fyrri manns hennar, Jóns í
Unadal í Hegranesþingi. Bróðir hans var Ásmundur, bú-
andi á Bjarnastöðum í Unadal, en sumir ætla þá hálf-
54 Hann er t.d. hvergi nefndur í elstu varðveittu kirkjubókum frá Grímsey,
sóknarmannatali 1828—48 og prestsþjónustubók 1816—42.
55 Að vísu mætti leiða sterkar líkur að þessu þótt Gísla nyti ekki við, meðal
annars byggðar á búsetu og nafngiftum.
56 Sagnaþœttir, bls. 23-24.
64