Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 67
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Á BJARNASTÖÐUM
bræður og annanhvorn launson Guðrúnar. Guðrún var
skáldmælt og vel viti borin ... Allróstusamt er sagt að
væri með þeim Grímseyingum og Jóhannesi presti. Hef-
ir orð á leikið, að þeir veittist að honum, og víst er það
talið, að hann dæi þar snögglega ...
Börn Guðrúnar hafa þá ekki verið tvö heldur að minnsta kosti
fimm, þar af einn óskilgetinn sonur. Gísli Konráðsson er hér á
báðum áttum um hver hann hafi verið en í Fljótverja þætti er
hann viss í sinni sök: „Var Ásmundur ... launsonur Guðrúnar
yfirsetukonu Ólafsdóttur, er síðan átti Jón, þeirra son Jóhannes
prestur í Grímsey."57
Það hefur ef til vill vafist fyrir Gísla að faðir Ásmundar hét
Jón, sama nafni og bóndi Guðrúnar. Jón þessi var Ásmunds-
son, bóndi á Þönglaskála á Höfðaströnd þegar þetta var.58
Aldur Guðrúnar þegar hún átti Ásmund skiptir nokkru
máli fyrir skilning okkar á æviferli hennar. Ásmundur býr á
Bjarnastöðum í Unadal þegar manntalið 1801 er tekið og er þá
sagður 35 ára en 59 ára þegar hann andast, 16. maí 1826. Sam-
kvæmt því ætti hann að hafa fæðst um sumarið eða haustið
1766, en hér er þó ekki allt sem sýnist. Mannatalið 1801 var í
raun tekið á alllöngum tíma, virðist ekki hafa verið tekið í
Hofsþingum fýrr en árið 1803 og ætti Ásmundur eftir því að
57 Sagnaþœttir, bls. 100. Guðrúnar er getið í ýmsum óprentuðum heimildum
en Ásmundur er þar hvergi nefndur; sjá t.d. Ættartölur Steingríms Jónsson-
ar (Lbs 193 4to, bls. 5471) og þætti Eiríks Þorleifssonar á Stað í Kinn, Eng-
ilberts Jónssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og Jóhannesar Jónssonar í
Grímsey í Æfiim lærðra manna eftir Hannes Þorsteinsson og Prestaæfum
Sighvats Grímssonar Borgfirðings.
58 Espólín (2108) getur ekki um föður Ásmundar og engin alveg örugg heim-
ild er fyrir faðerni hans. En líkur fyrir því að Jón Ásmundson hafi verið faðir
hans eru svo sterkar að enginn ættfræðingur hefiir dregið þær í efa. Ás-
mundur er fæddur á Þönglaskála á meðan Jón býr þar víslega, er Jónsson og
ber föðurnafn Jóns bónda.
5 Skagfirðingabók
65