Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 74
SKAGFIRÐINGABÓK
hagur hans því að hann er einn þeirra sem undirrita þingbók-
ina þennan dag. Ásmundur er með vissu orðinn bóndi í Málm-
ey 1735. Hann undirritar þingbók á manntalsþingi í Felli öðru
sinni 7. júní 1743 og býr í Málmey til 1756 eða 1757, nokkru
lengur en þar átti að vera vært fyrir illum vættum. Ásmundur
er enn á lífi 1765 og hefur því orðið háaldraður maður. Það
hefur verið töggur í þessum karli. Samkvæmt gjafabréfi hans
þinglýstu á manntalsþingi á Ökrum 10. maí þetta ár er hann
ekki ómagi, eins og vænta hefði mátt, heldur vinnumaður á
Ábæ í Austurdal. í gjafabréfinu arfleiðir hann Ingimund son
sinn að þeim eigum sem honum urðu eftir í Málmey.71
Einn bróður átti Ásmundur sem vitað er um, þann sem var
sveitarlimur í Hálshreppi 1703. Árni hét hann og átti eftir að
komast til manns því að hann varð síðar bóndi á Ábæ.72 Árni
er sagður níu vetra í manntalinu 1703 en sjötugur 1762 og
hefur því verið fæddur um 1693- Hann er orðinn bóndi á Ábæ
1735 og býr þar enn 1769. Kona hans ónefnd er sögð hafa sex
um sjötugt í manntalinu 1762. Þau virðast hafa verið barnlaus
en fósturdætur áttu þau tvær og gáfu þeim fjórðungsgjöf úr
búi sínu með testamentisbréfi, dagsettu 7. september 1760 en
þinglýstu á Ökrum 15. maí 1761. Vottur að þessu bréfi er Ás-
mundur Sveinsson, og þarf ekki að efast um skyldleika þeirra
Árna þvx að í bréfinu er talað um Ásmund sem „bróður testa-
toris". Vera má að hann hafi þá verið kominn að Ábæ þótt þar
sé ekki getið um neinn karl annan en Árna sjálfan á meðal
heimilismanna í manntalinu 1762.
I Róðhólsœtt er því slegið fram að faðir Ásmundar hafi verið
„Sveinn líklega Gunnarsson" og kona Sveins „líklega Ingiríður
71 Ferill Ásmundar og nánustu ættmenna hans er rakinn í óprentuðum þætti
Guðmundar Sigurðar Jóhannssonar, Ætt Sveins úr Fnjóskadal.
72 í óprentuðu ættfræðihandriti Péturs Zophoníassonar, bls. 1809, er Árni sagð-
ur hafa tíundað 25 hundruð árið 1765 en það er með ólíkindum þegar þess
er gætt að heimilismenn í Ábæ 1762, auk Árna sjálfs, voru aðeins öldruð
kona hans og einhver 36 ára gömul kvenpersóna.
72