Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK
ist á því herrans ári 1769, sautján ára gamalli eða þar um bil.
Drengurinn var heitinn eftir Ásmundi í Málmey og hefur því
líklega verið á vegum föður síns eða föðurfólks fyrstu árin, að
einhverju eða öllu leyti. Ógift vinnukona átti þess yfirleitt
engan kost að halda barni sínu og ala önn fyrir því.78
Fullvíst er að Guðrún hefur orðið að fara frá Þönglaskála eft-
ir að hún eignaðist Ásmund. Samkvæmt svokallaðri hjóna-
bandstilskipun, sem sett var 1746 að fyrirlagi Harboes bisk-
ups, hefði hún reyndar átt að víkja úr sókninni.79 Svo er þó að
sjá að yfirvöldin hafi blakað mjúklega við Guðrúnu, því að lík-
ur benda til að hún hafi enn um sinn verið vinnukona í Hofs-
sókn, eins og brátt verður rakið. En þótt smiðsdóttirin frá
Kálfárdal hafi verið heppnari en margar eða jafnvel flestar aðrar
„saurlífiskonur" á 18. öld hefur hún verið umkomulítil þegar
þetta var. Faðir hennar var látinn og elsti bróðir hennar í Kaup-
mannahöfn, sá næstelsti sennilega einnig, svo að engan styrk
hafði hún af þeim. Hún var einstæðingur og þar á ofan fallin
kona og gat því vart gert sér vonir um gott mannsefni, mátti
reyndar kallast heppin ef hún kæmist að sem ráðskona hjá ein-
hverjum öldruðum ekkjumanni. Um miðja 19- öld „höfðu 40%
kvenna í aldurshópnum 50-54 ára aldrei gifst og áttu varla
hjónaband í vændum“, og svipað hefur þetta verið á seinni hluta
18. aldar.80
Landshagir voru með versta móti um þessar mundir en ekki
verður það rakið til landsstjórnarinnar. Sjaldan hefur annað
eins mannval skipað æðstu embætti landsins. Þetta var í land-
fógetatíð Skúla Magnússonar, níu árum eftir að Bjarni Pálsson
tók við landlæknisembætti og ári fyrr en Lauritz Andreas Tho-
78 Sjá t.d. Fjarri hlýju hjónasangur, bls. 247-248.
79 Og Jón hefði átt að vera sýslurækur, sbr. grein Más Jónssonar: „Skagfirskir
hórkarlar og barnsmæður þeirra á fyrri hluta 19. aldar“, Skagftröingabók 19,
bls. 103-127. Már birtir íslenska útgáíii af 12. gr. tilskipunarinnar á bls. 104.
80 Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Þvídamist rétt aö vera (Rvík 1991), bls. 42.
76