Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
Búskaparár í Skagafirði
Næst vitum við það til Guðrúnar Ólafsdóttur að hún er gift
áðurnefndum Jóni Pálssyni og á með honum fjögur börn, Kristínu
Ingveldi, fædda um 1776, Jóhannes, fæddan 25. desember 1779,
Ólaf þann sem dó fullorðinn í Grímsey og Sigríði.82 Auk þess
hefur Guðrún ugglaust tekið Ásmund son sinn til sín eftir að
þau Jón giftust. Ef að líkum lætur hefur séra Eyjólfur Sigurðs-
son á Brúarlandi gefið þau saman í Hofskirkju um eða skömmu
fyrir 1775.
Kristín Ingveldur er sögð fædd á Mannskaðahóli í manntal-
inu 1816. Jóhannes bróðir hennar fæddist þar einnig og hon-
um segist svo frá í vígsluævisögu sinni að hann hafi flust með
foreldrum sínum frá Mannskaðahóli að Bjarnastöðum í Unadal
á þriðja ári, 1782.83 í Manntalsbók Skagafjarðarsýslu 1782-
1793 er Jón og talinn búandi á Bjarnastöðum árið 1782, en
þess er að gæta að manntalsþing voru venjulega haldin fyrir
fardaga. Vitnisburður Manntalsbókarinnar bendir því til að Jón
og Guðrún hafi verið komin að Bjarnastöðum þegar árið 1781.
Ótvírætt er að þau hófu búskap á Mannskaðahóli um 1775 eða
ef til vill nokkru fyrr og bjuggu þar til 1781 eða 1782. Frá
Mannskaðahóli er ekki langur vegur fyrir Guðrúnu til Viðvík-
ur að taka ljósmæðraprófið haustið 1779- Vel má og vera að
Guðrún hafi eftir það verið Jóni í Viðvík til aðstoðar við lækn-
isverk þótt ekki sé um það kunnugt nú.
Fjárkláðinn geisaði á fyrstu búskaparárum þeirra Guðrúnar
og Jóns, fé var hörmulega afurðarýrt, ullin nánast verðlaus og
gagnslítil til heimabrúks, gærurnar ónýtar og kjötið að kalla
óætt. Niðurskurður og fjárskipti til útrýmingar pestinni fóru
82 Um fæðingardag Jóhannesar fer hér eftir sögn hans sjálfs í vígsluævisögu
hans, sbr. þátt hans í Æfum lærðra manna, 29. bindi. Páll Eggert Ólason
segir Jóhannes fæddan 25. desember 1778 (íslenzkar œviskrár III, bls. 35).
83 Sjá áðurnefndan þátt Jóhannesar í Æfum lærðra manna.
78