Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 82
SKAGFIRÐINGABÓK
léttari af Ásmundi syni sínum, árið 1769- Ingveldur hefur þá
látist fáum árum eftir giftingu sína, og það hefur verið happ
Guðrúnar, svo kuldalega sem það hljómar. Jón Pálsson var að
vísu um 19 árum eldri en hún en hann var þó gildur bóndi og
nú gat Guðrún gerst ráðskona hans og síðan gifst honum.
Hjónaband var konum eini vegurinn til virðingar og velfarnað-
ar í mannfélagi 18. aldar.
Nafnið Kristín Ingveldur er merkilegt og segir þeim sem
leggur við hlustir enn frekari sögu af Guðrúnu. Eftir því sem
næst verður komist var það fyrsta tvínefnið sem gefið var í
Skagafirði.88 Guðrún Ólafsdóttir var greinilega órög við að
víkja af alfaraleið. En það var líka státlegur siður langt fram á
19. öld að gefa tvínefni, svo að Guðrún hefur að líkindum ver-
ið stolt kona og litið nokkuð stórt á sig, þrátt fyrir hrösun sína
fáum árum fyrr. Dánarbúsuppskrift hennar, sem vikið verður
að síðar, ber það og með sér að hún hefur verið skartkona, eftir
því sem efni hennar leyfðu.
Jón Pálsson andaðist á Bjarnastöðum 14. ágúst 1797.89 Á
hjúskaparárum þeirra Guðrúnar stóð ævisól hennar í hádegis-
stað. Á þessum árum ól hún manni sínum börn og stóð fyrir
búi með honum, tók ljósmæðrapróf og gerðist þar með eina
lærða ljósmóðirin í Skagafirði. Oft hefur starfsdagur hennar
verið langur, ljósmóðurstarfið erilsamt engu síður en húsmóð-
urstarfið, og þess utan hafa ólærðar yfirsetukonur í héraðinu
litið til hennar um forystu og leitað ráða hjá henni. Guðrún var
„skáldmælt og vel viti borin" og hefur haft virðingu sveitunga
sinna og annarra héraðsbúa. Þrátt fyrir fjárkláðann og móðu-
harðindin hafa árin á Bjarnastöðum um margt verið bestu ævi-
ár hennar.
88 Þetta hefur farið fram hjá nafnfræðingum, sbr. Nöfn fslendtnga (Rvík 1991),
bls. 44-45, og Nöfn Skagfirðinga eftir Gísla Jónsson í Skagfirötngabók 19,
bls. 68.
89 Sjá títtnefndan þátt séra Jóhannesar Jónssonar í Grímsey í Æfum lærðra
manna, 29. bindi.
80