Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 88
SKAGFIRÐINGABÓK
hans var Oddný (um 1699—1756) Gísladóttir bónda á Reykj-
um í Hjaltadal, Jónssonar, en Gísli sá var móðurbróðir Jóns
Hjaltalíns sýslumanns. Tólf af sautján börnum Ólafs og Odd-
nýjar komust á legg en auk þess átti Ólafur tvær dætur fyrir
hjónaband og er því frá honum mikið fjölmenni, oft nefnt
Brytaætt til aðgreiningar frá öðrum leggjum Steingrímsætt-
ar.100 Líklegt má telja að Ólafur hafi verið sigldur. Hann var
náttúraður til lækninga, „farsæll blóðtökumaður og bartskeri"
segir í Höskuldsstaðaannál.101 Þessi lækninganáttúra hefur geng-
ið ríkulega í arf til niðja hans, eins og Ólafur Jensson læknir
hefur nýlega bent á.102
Ein af fjölmörgum ljósmæðrum sem eiga ættir að rekja til
Ólafs bryta var einmitt Kristín Þorkelsdóttir á Bjarnastöðum.
Kristín tók ekki ljósmæðrapróf svo vitað sé en hefúr notið til-
sagnar Guðrúnar tengdamóður sinnar og af kirkjubókum má
ráða að hún hefur tekið við hlutverki hennar að miklu leyti. Á
meðal afkomenda þeirra tengdamæðgnanna eru einkennilega
margar ljósmæður og hjúkrunarkonur.
Ásmundur og Kristín á Bjarnastöðum áttu svo miklu barna-
láni að fagna að telst til fádæma um og eftir aldamótin 1800.
Ekkert af tíu börnum þeirra sem vitað er um með vissu dó í
frumbernsku, öll ólust þau upp hjá foreldrum sínum á Bjarna-
stöðum og níu komust á fullorðinsaldur. Kunnátta Kristínar
og Guðrúnar tengdamóður hennar í ljósmóðurfræðum og um-
önnun ungbarna hefur vafalítið ráðið miklu um þessa farsæld.
ungur við Stein biskup en þeir voru skyldir að öðrum og þriðja eins og Ein-
ar Bjarnason rekur í grein sinni um Steingrímsætt í Sögu I, bls. 190—222
(sjá einkum bls. 197-202).
100 Sjá t.d. áðurnefnda grein Einars Bjarnasonar í Sögu I, Espólín 2107, Sögu frá
Skagfirðingum I, bls. 145 og Ættir Skagftrðinga, bls. 63-64 (nr. 91) og víðar.
101 Annálar 1400-1800 IV, bls. 507.
102 Ljósmæður, læknar og ættfræði, Fréttabréf Ættfrœðifélagsins, 8. tbl., 10. árg.,
1992, bls. 2-7.
86