Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 96
SKAGFIRÐINGABÓK
fór hagur íslendinga löturhægt batnandi á fyrstu áratugum 19.
aldar.
Um aldamótin 1800 gat Guðrún Ólafsdóttir litið með nokk-
urri velþóknun yfir farinn veg. Hún á þá að baki langan og far-
sælan feril sem ljósmóðir í stóru héraði, hefur gift börn sín og
kostað einn son sinn í Hólaskóla. Nú var henni nærtækt að
njóta rólegra ellidaga í skjóli sona sinna á Bjarnastöðum. En til
þess hafði Guðrún Ólafsdóttir ekki geð. Á fardögum 1801 tek-
ur hún sig upp og ræður sig til Jónasar Schevings sýslumanns á
Víðivöllum, og þar er hún 1802 (sbr. Manntal á íslandi 1801).
Ekki gerðist Guðrún nein niðurseta við þessa ráðabreytni.
Hún fór til Jónasar sem ráðskona, hæstráðandi innanstokks á
sjálfu sýslumannssetrinu. Jónas var enn ókvæntur þegar þetta
var en „stórauðugur maður að erfðum og fjárgæzlumaður mik-
ill“.117 Hefur honum þótt hann þurfa trausta tilsjón innandyra
á mannmörgu og umsvifamiklu heimili. Guðrún hefur því
kunnað vel til fleiri verka en taka á móti börnum og yrkja.
Vel hefur Jónasi líkað þessi skipan mála. Hann hafði skipti á
sýslum við Jón Espólín 1802, flutti bú sitt að Leirá í Borgar-
firði árið eftir og fékk því þá ráðið að Guðrún fylgdi honum
suður og hafði enn um sinn umsýslan innanstokks. Ári síðar,
1804, kvæntist Jónas frændkonu sinni, Ragnheiði Ólafsdóttur
stiftamtmanns, Stefánssonar, en Guðrún er þó áfram skráð
ráðskona á Leirá x sóknarmannatali árin 1804 og 1805 og fær
þá umsögn að hún sé „vel skýr kona“.118 Þegar hér var komið
sögu hefur Jónas þó viljað sjá fyrir ráði Guðrúnar. Hinn 30.
september 1806 giftist hún því frá Leirá, Engilbert Jónssyni
presti á Lundi í Lundarreykjadal, sem þá var roskinn ekkju-
maður, fæddur 1747.
Eins og áður greinir er Jón nokkur Ásmundsson sagður 10
vetra fóstursonur á Víðivöllum í manntalinu 1801 og hefúr
117 íslenzkar teviskrár III, bls. 340.
118 Sóknarmannatal Melakirkju 1770-1827.
94