Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 97
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR A BJARNASTÖÐUM
líklega verið fóstursonur Guðrúnar en sonur Ásmundar á Bjarna-
stöðum. Þar eð manntalið í Miklabæjarsókn var tekið 1802
ætti Jón eftir þessu að hafa fæðst um 1792. Hann hefur ef til
vill fylgt Guðrúnu að Leirá því að í sóknarmannatali 1803 er
Jón Ásmundsson nokkur á meðal heimilismanna þar, sagður
„rétt vel að sér“. Tvennt mælir þó heldur gegn því að Jón Ás-
mundsson þessi á Leirá sé sá sami og Jón Ásmundsson á Víði-
völlum. Hið fyrra er að hann er sagður „umboðsbarn" á Leirá,
væntanlega Jónasar sýslumanns. Hann hefur því haft framfæri
af eigum sínum en Jónas verið umboðsmaður eða fjárhalds-
maður hans. Samkvæmt þessu verður að ætla að Jóni Ás-
mundssyni á Leirá hafi tæmst arfur og það skýtur nánast loku
fyrir að hann hafi verið sonur Kristínar Þorkelsdóttur á Bjarna-
stöðum en útilokar hins vegar ekki að hann hafi verið sonur
Ásmundar bónda hennar og einhverrar annarrar konu. í annan
stað er Jón sagður 14 ára í sóknarmannatalinu á Leirá 1803 og
ætti samkvæmt því að hafa verið fæddur um 1789, en það
kemur ekki alls kostar heim og saman við aldur Jóns Ás-
mundssonar á Víðivöllum. Jón Ásmundsson er áfram á Leirá í
sóknarmannatali árin 1804—10, 15 ára 1804 og 21 árs 1810,
jafnan sagður „umboðsbarn" eða „umboðspiltur". Árið 1809
fær hann þá umsögn að hann sé „vel sniðugur, ei illa að sér“ og
1810 verður ekki betur lesið en hann sé talinn „líklegur, þó
farinn [að] lasnast". Við svo búið hverfur Jón Ásmundsson
sjónum okkar.
Litlar heimildir eru um búskaparár Guðrúnar Ólafsdóttur í
Borgarfirði. Þó er til dánarbúsuppskrift hennar, dagsett 12.
október 1813.119 Eigur bús þeirra séra Engilberts voru metnar
á 580 ríkisdali og 82 skildinga, en svo er að sjá sem kirkjan og
önnur hús á Lundi hafi níðst mjög niður í tíð Engilberts þar,
því að hann er talinn stórskuldugur við staðinn, svo mjög að
skuldir búsins reyndust rúmum þremur ríkisdölum meiri en
119 Sjá Skiptabók klerkdóms í Borgarfirði 1799-1826, bls. 80-84.
95