Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 100
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann var þrálátur, óróagjarn og komst því oft í mála-
ferli, drykkfelldur og mjög búralegur í háttum. Ella var
hann vel að sér í mörgu, tók um sextugt að leggja sig
eftir hebresku og varð vel fær í henni. Hann tók þá og að
semja orðabók (latneska, enska, íslenzka, franska, þýzka)
... Hann var einhver mesti snilldarskrifari sinnar tíðar,
sem sjá má af handritum í Lbs.124
Þrátt fyrir augljósa bresti Engilberts hefur Guðrún ekki mikl-
að fyrir sér að koma tauti við karl, enda færst annað eins í fang
á viðburðaríkri ævi. Og ekki er að sökum að spyrja. Engilbert
stendur svo gott sem á sextugu þegar hann kvænist Guðrúnu
og það er einmitt þá sem karl skipast, tekur að fást við nýta
hluti og leggur af óspektir.
Segir nú ekki frekar af Guðrúnu Ólafsdóttur, smiðsdóttur-
inni sem á unglingsárum féll í hrösun með ráðsettum og kvænt-
um manni, bóndakonunni sem varð fyrsta lærða ljósmóðir Skag-
firðinga, ekkjunni sem gerðist ráðskona á sýslumannssetrinu
og maddömunni sem með festu sinni og sálarstyrk gerði poka-
prest sinn að manni á fullorðinsaldri. Guðrún Ólafsdóttir lést á
Lundi 15. júlíárið 1813.125
124 íslenzkar œviskrár I, bls. 431. Reyndar hefur Engilbert verið enn meiri tungu-
málagarpur en af þessari umsögn má ráða því að hann lagði sig líka eftir ar-
abísku og sýrlensku (sjá þátt hans í Æfum lærðra manna). Miklar kristilegar
bókmenntir eru til á sýrlensku og hún er enn notuð sem kirkjumál krist-
inna Sýrlendinga og maroníta í Líbanon.
125 Ekki hefur tekist að finna frumheimild um dánardag Guðrúnar og er hér
því farið eftir íslenzkum æviskrám I, bls. 432. í Ljósmœdrum á íslanái I, bls.
211, er hún sögð hafa dáið 15. október 1813, en það fær ekki staðist því að
eins og áður segir var bú þeirra Engilberts skrifað upp að henni látinni þann
12. október 1813.
98