Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 101
FLUTTI HALLUR MJÓDÆLINGUR?
ATLAGA AÐ MUNNMÆLASÖGUNNI UM LANDNÁMSBÆ
BÁRÐAR SUÐUREYINGS í AUSTUR-FLJÓTUM OG FLEIRA
TENGT HOLTSTORFUNNI
eftir HJÖRT M. JÓNSSON
SÚ MUNNMÆLASAGA heíur lengi lifað í Austur-Fljótum, að Stóra-Holt (hér eftir
kallað Holt), sem er „höfuðbólið" í landnámi Bárðar Suðureyings, sé ekki upp-
haflegt landnámsbæjarstæði Bárðar, heldur muni það hafa verið í mynni Holts-
dals. Þaðan á Hallur Mjódælingur, sonur Bárðar, að hafa flutt bæinn ril þess stað-
ar sem Holt er nú.
Úr fornum ritum
í Landndmabók eru nefndir þeir landnámsmenn, er land námu í
Fljótum. Þeir voru Flóki Vilgerðarson, Nafar-Helgi, Þórður
knappur, Brúni hinn hvíti og Bárður Suðureyingur. Nöfn allra
landnámsbæjanna nema Bárðar eru þar nefnd. Einnig segir frá
nokkrum afkomendum landnemanna og að sonur Bárðar hafi
verið Hallur Mjódælingur, faðir Þuríðar er átti Arnór kerling-
arnef.
í Þorsteinssögu Geirnefjufóstra, kafla 10 og 11 (íslendingasögur
VIII, Guðni Jónsson), eru nefndir þeir, er göfugastir þóttu í
Fljótum á fyrri hluta 10. aldar. Þar eru nefndir Þófður knapp-
ur, Nafar-Helgi og Brúni hinn hvíti. Einnig eru þar nefndir til
sögunnar þeir Ólafur bekkur úr Ólafsfirði og Úlfur víkingur er
í Úlfdölum bjó. Bæjarheiti allra þessara manna eru nefnd og
margir synir nafngreindir og frá sumum sagt.
Nafn Bárðar Suðureyings er aðeins nefnt vegna kvonfangs
Grímólfs Ólafssonar bekks, en hann á að hafa kvænst dóttur
Bárðar sem sögð er heita Hallvör. Ekki er þar orð um bæjar-
heiti eða bústað Bárðar. Hallur Mjódælingur er ekki einu sinni
nefndur á nafn.
99