Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 102
SKAGFIRÐINGABÓK
Fljótt á litið virðast nöfn Fljótamanna og fleiri sem nefnd
eru í Þorsteinssögu Geirnefjufóstra vera fiskuð upp úr Land-
námu. Nöfnin eru að heita má í nákvæmlega sömu röð og allt
orðalag með sama hætti og í Landnámu. Ekkert er þó vikið að
Flóka Vilgerðarsyni.
Eðlileg forvitni í bland við leitina að sannleikanum hafa kom-
ið mönnum til þess að geta í eyður sögunnar. Það varð með
einhverjum ráðum að finna Bárði landnámsmanni bæjarstæði
fyrst engan fróðleik er að því laut var að hafa í Landnámu eða
öðrum „áreiðanlegum" ritum frá fyrri tíð.
Það er viðurnefni Halls Bárðarsonar, Mjódælingur, sem
hingað til hefur gefið tóninn í tilgátum manna þegar hugað er
að hvar hinn upphaflegi bær Bárðar Suðureyings muni hafa
verið. Menn hafa ályktað sem svo, að viðurnefnið „Mjódæling-
ur“ gefi til kynna fæðingarstað eða búsetu. Munnmælasagan,
sem í upphafi er nefnd, er lóð á sömu vogarskál. Með öllu er
óvíst um aldur þessara munnmæla eða hvort þau hafa orðið til
vegna viðurnefnisins.
Staðhœttir
Mjóvidalur, sem svo er nefndur í Landnámu og Hallur er þar
kenndur við, er víslega sá dalur, sem í aldir hefur verið kallaður
Holtsdalur. Holtstorfan, sem svo var kölluð, var höfuðbólið
Holt ásamt hjáleigunum Minna-Holti, Helgustöðum og Rfp.
Hjáleigan Ríp er talin hafa farið í eyði seint á átjándu öld.
Ofan Holts er ás sem nefndur er Holtsás. Stysta leið og hin
vanalega úr Fljótadal austur og yfir í Holtsdal er um háls, sem
tengir Holtsás og Holtshyrnu. Ef farið er upp frá Holti liggur
leiðin upp túnið, upp hjá Kýrholti og svo austur og yfir háls-
inn. Ef farið er upp hjá Helgustöðum, sem liggja suður og upp
frá Holti, er farið um bæjarhlaðið, þá upp Kvíhól, síðan fyrir
neðan eyðibýlið Ríp og svo uppfyrir. Þegar upp á hálsinn er
100