Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 103
FLUTTI HALLUR MJÓDÆLINGUR?
komið blasir við Ólafsfjarðardalur, sem liggur til austurs, og
mynni Holtsdals, sem liggur til suðurs, austan við Holtshyrnu.
En hvar skyldi svo hið upprunalega bæjarstæði Bárðar eiga
að vera samkvæmt munnmælasögunni? Hingað til hefur verið
horft til tungunnar sem verður norðan og austan megin við ár-
mót Holtsdalsár og Ólafsfjarðardalsár (sjá syrpur Hannesar frá
Melbreið). Það land hefur í aldir verið í eigu Holtstorfunnar.
Skammt neðan við ármótin eru tóttir sem munnmælasagan
segir vera bæjarstæði Bárðar Suðureyings. Sá staður er neðst í
svokölluðum Hnjúkum, svo gott sem niðurundir árbakka. Þar
má kalla að sé mynni Holtsdals (Mjóvadals), austan ár. Þaðan á
Hallur að hafa flutt búferlum til núverandi bæjarstæðis Stóra-
Holts.
Afar ósennilegt þykir mér, að landnámsbær Bárðar hafi verið
reistur á áðurnefndri tungu í mynni Holtsdals. Við skulum á
þessu stigi gera ráð fyrir, að landnámsbœr Bárðar geti hafa verið
reistur annarsstaðar en á bcejarstceði Holts. Sá staður sem mér þyk-
ir þá mun líklegri en í minni Mjóvadals er þar sem nú er eyði-
býlið Ríp. Ríp er eins og nafnið ber með sér aflangur hóll eða
hryggur. Ríp er syðst og vestast á hálsinum milli Fljótadals og
Holtsdals. Frá Fljótaá neðan Sléttu virðist Ríp standa í mynni
Holtsdals (Mjóvadals) og Ólafsfjarðardals, sem koma saman aust-
an við Hálsinn.
Mörg rök mæla með því, að landnámsbæ hafi frekar verið
valinn staður á Ríp en á tungunni í mynni Holtsdals. Öruggt
er, að lýsing Ara fróða á gróðurfari landsins á landnámsöld er
ekki ýkt, þegar Fljótin eru höfð í huga, þ.e. að landið hafi þá
verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Sannanir fyrir því eru
órækar (sjá grein Grétars Guðbergssonar um skóga í Skaga-
firði, Skógrcektarritið 1992). Bárður Suðureyingur og fylgdarlið
hafa því litið skógivaxnar hlíðar Fljótadalsins. Allur Holtsás
hefur verið skógi eða kjarri vaxinn nema kannski blákollurinn.
Einnig hljóta Holtsdalurinn og Hnjúkarnir að hafa verið viði
vaxnir.
101