Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 106
SKAGFIRÐINGABÓK
En hvers vegna reisti Bárður ekki bæ sinn á tungunni í
mynni Holtsdals (Mjóvadals)? Þaðan sér ekki til nokkurs ann-
ars bæjar og er algerlega úr alfaraleið um Fljót. Þar sér ekki til
sjávar. Allan ársins hring er snjó að sjá skammt ofan Hnjúka,
uppi í svokallaðri Stóruskál, sem og uppi í Ólafsfjarðardal. Það
er öllum augljóst, að snjó tekur síðar upp í mynni Holtsdals en
í Fljótadal. Kemur það af því, að þar nýtur sólar skemur við
bæði kvölds og morgna. Einnig er á tungunni landrými þrengra
vegna fjallanna umhverfis, þannig að snjór safnast þar frekar
saman, en fýkur ekki burt eins og á Ríp, þar sem snjó festir
varla. Engar skjalfestar heimildir eru um búsetu á Holtsdal eða
í mynni hanns.
Það sem þó vegur hvað þyngst og útilokar að mínu mati sann-
leiksgildi munnmælasögunnar um landnámsbæ Bárðar í mynni
Mjóvadals, eru ekki einungis staðhættir, heldur Landnámabók.
Landnám Bdrðar Suðureyings
Heita má fullsannað, að Holtsdalur sé hinn forni Mjóvidalur.
Um það eru þeir líka sammála Hannes á Melbreið (Syrpur),
Guðmundur Davíðsson frá Hraunum (Fljótalýsing, Skagfirð-
ingabók 1966, bls. 118) og Ólafur Lárusson prófessor (Skagfirsk
frceði II, 1940, Landnám í Skagafirði, bls. 128).
I Landnámabók segir um Bárð og landnám hans aðeins þetta:
„Bárðr Suðureyingr nam land upp frá Stíflu til Mjóvadalsár.
Hans sonr var Hallur Mjódælingr, faðir Þuríðar, er átti Arnórr
kerlingarnef." (íslendingasögur I, Guðni Jónsson). Ólafur Lárus-
son sýnir í riti sínu fram á, að Landnáma er stundum ónákvæm
og jafnvel ósamhljóða sjálfri sér, ekki síst þegar kemur að aust-
urhluta Skagafjarðar. Varðandi landnám Bárðar tiltekur Ólafur
mörg og góð rök fyrir því, að í stað „upp frá Stíflu“ hljóti að
hafa átt að standa „niður frá Stíflu", til þess að lýsing land-
námsins falli að öðrum aðliggjandi landnámum.
Þannig verður þá texti Landnámu með lagfæringum Ólafs:
104