Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 107
FLUTTI HALLUR MJÓDÆLINGUR?
Bárður Suðureyingur nam land niður frá Stíflu til Mjóvadalsár.
Þessu er Haraldur Matthíasson einnig sammála í fyrra bindi
bókar sinnar Landið og Landnáma. Niðurstöðu textalagfæringar
Ólafs er ég sammála hvað varðar efri og neðri mörk landnáms-
ins, en þó finnst mér vanta algerlega vestari hluta Mjóvadals,
sem liggur austan við Holtshyrnu og engan veginn er hægt að
segja að liggi niður frá Stíflu.
Ég leyfi mér því að stinga upp á annarri „lagfæringu" á texta
Landnámu, sem gefur sömu niðurstöðu um endamörk land-
námsins, en er að mínu mati fyllri og fellur betur að staðhátt-
um og texta. Einnig fellur þessi „lagfæring" einkar vel að að-
liggjandi landnámum. Ég hygg að Landnámuhöfundur eða af-
ritari hafi af misgáningi einungis víxlað eiginnöfnunum Mjóva-
dalsá og Stíflu. Með því að víxla nöfnunum aftur verður Land-
námutextinn eftirfarandi: Bárður Suðureyingur nam land upp
frá Mjóvadalsá til Stíflu. Þannig eru neðri mörk landnámsins
nefnd fyrst og hin efri síðar eins og eðlilegra má telja. Því verð-
ur landnámslýsing Bárðar einkar skýr ef fallist er á, að eigin-
nöfnin hafi víxlast. Mjóvadalsá (Holtsdalsá, sem nú er kölluð
Brúnastaðaá neðst) sameinaðist áður fyrr Fljótaá við Alftatanga
við núverandi ósa hennar syðst í Miklavatni. Það felur í sér, að
landnám Bárðar hafi tekið yfir tunguna milli Fljótaár og Mjóva-
dalsár (Holtshyrnuna og láglendi hennar beggja megin niður
að á, allt frá Miklavatni upp til Stíflu), þ.e. yfir Fljótadalinn
austan Fljótaár, upp til Stíflu og upp með Mjóvadalsá vestan
megin til upptaka. Botn Mjóvadals og Stífla (Stífluhólar) stand-
ast nokkurn veginn á, sinn hvorum megin við Holtshyrnuna,
um Hvammshnjúk.
Landnámutextinn þarf þó engra lagfæringa við þegar kemur
að landamerkjum Bárðar og Brúna hins hvíta. Það er alveg
skýrt, að Mjóvadalsá skilur landnámin að. Þó munnmælasagan
segi landnámsbæjarstæði Bárðar hafa verið á tungunni austan
við Holtsá (Mjóvadalsá), getur það ekki staðist. Það bæjarstæði
var alls ekki í landnámi Bárðar Suðureyings, heldur Brúna.
105