Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 111
FLUTTI HALLUR MJÓDÆLINGUR?
ins er á sumrin vel grænt. Túnið að Ríp var að sögn langstærsta
tún þeirra hjáleigna sem tilheyrðu Holti. Um 1709 er áhöfn
jarðarinnar tvær kýr, sex ær og níu gemlingar. Innan túngarðs-
ins eru þrjár húsatóftir, sem að umfangi ber allvel saman við
bústofn og híbýli gamals hjáleigukots af þessari stærð.
Sunnan við Ríp, fast við túngarðinn forna, er stór og djúp
laut, Rípurlaut, eins og hún er kölluð. Þar er að sjá stóra hring-
laga tóft. Sem ungur liðléttingur á Helgustöðum á 7. áratugn-
um hjá Jóni ömmubróður mínum gekk ég ósjaldan hjá þessari
laut, sem yfir hvíldi einhver dulúð. Til skýringar á tilvist þess-
arar tóftar var mér sagt, að þarna „gæti hafa verið“ rétt, þing-
staður sveitarinnar, dómhringur og bænhús var einnig nefnt.
Vettvangsskoðun að Ríp
Frá landnámstíma hefur aska úr tveimur Heklugosum fallið í
Fljótum sem einhverju nemur. Oskulögin, sem eru frá 1104 og
1300, skera sig vel úr þegar skoðað er jarðvegssnið. Þann 17.
júlí 1993 var Grétar Guðbergsson jarðfræðingur hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins svo vinsamlegur að skoða með
mér mannvirkjaleifar á Ríp. Grétar Guðbergsson hefur víða í
Skagafirði stungið niður reku vegna rannsókna sinna (sjá grein
Grétars um skóga í Skagafirði til forna í Skógrœktarritinu 1992).
Byrjað var á að stinga könnunarholu innan tóftarinnar í Rfp-
urlaut. Dýpt moldarjarðvegs niður í möl var um 75 cm.
Því næst var stungið í garðinn, sem hringtóftina myndar í
Rípurlaut sem og á þremur stöðum x túngarðinn um Rípur-
túnið. Greinilegt öskulag frá Heklu 1104 var að finna í hnaus-
unum, sem notaðir hafa verið við hleðslu garðanna. Miðað við
legu öskulagsins í hnausunum mátti ætla, að garðarnir væru
hlaðnir skömmu eftir gosið 1104. Engan vott af ösku frá
Heklugosinu 1300 var að finna í byggingarefni garðanna. Því
109