Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 118
SKAGFIRÐINGABÓK
verkalýðsbyltingu."2 Fylgismenn Kommúnistaflokksins náðu
ítökum í mörgum verkalýðsfélögum og í sumum bæjarfélög-
um fékk flokkurinn umtalsvert fylgi í kosningum, m.a. á Norð-
urlandi. Á landsvísu varð Kommúnistaflokkurinn þó ekki að
fjöldahreyfingu. Flokkurinn bauð fjórum sinnum fram til al-
þingis á árunum 1931-37 og hlaut á bilinu 3,0-8,5% atkvæða.
Fylgið í ýmsum bæjum var þó talsvert meira (sjá töflu 1).
Tafla 1
Fylgi við Kommúnistaflokk íslands
(alþingiskosningar, hlutfall af gildum atkvæðum)
Staðir 1931 1933 1934 1937
Allt landið 3,0 7,5 6,0 8,5
Reykjavík 2,6 7,6 6,9 15,1
Akureyri 29,0 34,7 30,0 27,3
Vestmannaeyjar 17,7 29,6 19,3 28,6
Heimild: Þór Whitehead: Kommúnistahreyftngin á íslandi 1921-1934, 98-99-
Kommúnistar reyndu að ná áhrifum í mörgum verkalýðsfélög-
um sem höfðu um langt árabil verið innan vébanda Alþýðu-
flokksins. Var oft háð hatrömm barátta milli þessara tveggja
flokka á þeim vettvangi.
Átök innan verkalýðshreyfingarinnar hérlendis voru mest á
árunum 1930-34. Á þeim tíma höfðu alþýðuflokksmenn í
hyggju að útiloka kommúnista frá Alþýðusambandinu. Tókst
þeim það víða um land. Sterkust andstaða við vald Alþýðu-
flokksins var á Norðurlandi og í Vestmannaeyjum. Árið 1923
2 Einar Laxness: íslandssaga a-k. 2. útg. aukin og endurskoðuð. Reykjavík
1987,257.
116