Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 119
KOMMÚNISTAR A SAUÐÁRKRÓKI
var Verkalýðssamband Norðurlands (VSN) stofnað, og meðan
það starfaði, til 1937, réðu kommúnistar þar mestu. Sósíal-
demókratar reyndu oft að kljúfa þetta samband, en tókst ekki.
Tvær harðar vinnudeilur urðu 1933 og 1934. Sú fyrri var Novu-
deilan á Akureyri og hin síðari var kölluð Borðeyrardeila. Þar
börðust kommúnistar við atvinnurekendur og sósíaldemókrata
og höfðu sigur í bæði skiptin.
Kommúnistaflokkurinn hóf að bjóða alþýðuflokksmönnum
samfylkingu í verkalýðsmálum árið 1934, en því var hafnað.
Árið 1936 var samfylkingarstefna á hinn bóginn komin á skrið
víða um land, m.a. á Sauðárkróki. Átökum um Alþýðusam-
bandið lauk þó ekki endanlega fyrr en árið 1940 þegar það var
slitið úr tengslum við Alþýðuflokkinn.
I þorpum á Norðvesturlandi, Borðeyri, Blönduósi, Hvamms-
tanga og Skagaströnd, voru ekki stofnaðar deildir á vegum
Kommúnistaflokks Islands, það gerðist einungis á Sauðárkróki.
Á hinn bóginn áttu kommúnistar þátt í að stofna verkalýðsfé-
lög á öllum þessum stöðum, auk þess sem þeir voru oft í farar-
broddi félaganna í upphafi starfseminnar. Með harðnandi átök-
um fylkinganna tveggja á fyrri hluta fjórða áratugarins misstu
kommúnistar ítök sín í félögunum x hendur sósíaldemókröt-
um.3
Fyrir alþingiskosningarnar 1937, þegar Kommúnistaflokk-
urinn hlaut 8,5% atkvæða, var lögð aukin áhersla á samstarf
(samfylkingu) við Alþýðuflokk. I bæjarstjórnarkosningum í
janúar 1938 buðu flokkarnir síðan fram sameiginlegan lista í
Reykjavík og víðar. Sama ár gekk hópur manna úr Alþýðu-
flokknum undir forystu Héðins Valdimarssonar og Sigfúsar
3 Stefán F. Hjartarson: Kampen om fackföreningsrörelsen. Ideologi och politisk akti-
vitet pá Island 1920-1938. (Acta Universitatis Upsaliensis. Studia Historica
Upsaliensia 158). Uppsölum 1989, 177.
Bjarni Guðmarsson: Byggðin undir Borginni. Saga Skagastrandar og Höfiahrepps.
Akureyri 1989, 136-137.
117