Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK
umsækjandi tvo meðmælendur. Þá þurftu félagsmenn að greiða
ákveðið árgjald.
Næsti fundur FUJS var haldinn 2. október. Nokkru áður höfðu
gerst mikil tíðindi á Siglufirði, þar sem þing SUJ hafði verið
haldið þá um haustið.
Skömmu eftir að forseti sambandsins, Árni Ágústsson,
hafði sett þingið, gekk hann á dyr, og fylgdi honum öll
sambandsstjórnin ásamt nokkrum mönnum öðrum. Brá
Árni á þetta ráð, er honum varð ljóst, að kommúnistar
voru í meirihluta á þinginu. Þeir létu sig þetta engu
skipta, kusu stjórn úr eigin hópi og samþykktu sitt hvað
f sínum anda ... Ákveðið var að efna til atkvæðagreiðslu í
sambandsfélögunum um aðild að K.I.M., Alþjóðasam-
bandi ungra kommúnista (A.U.K.). ... samþykkt var ...
að sækja um inngöngu í A.U.K. Breyttu nýju stjórnend-
urnir nú nafni sambandsins í Samband ungra kommún-
ista (S.U.K.).7
Á áðurnefndan októberfund FUJS kom Ásgeir Blöndal Magn-
ússon nemi í Menntaskólanum á Akureyri og síðar áhrifamaður
í Kommúnistaflokki íslands. Á fundinum skýrði hann frá því
sem gerst hafði á Siglufirði.8 Nokkru síðar, 22. október, sendi
hann bréf til félagsmanna FUJS og óskaði eftir þvx að þeir
gengju í „Alþjóðasamband ungra kommúnista". Tillaga þess
efnis var lögð fyrir félagsmenn, en felld með 7 atkvæðum gegn
6.9 Smám saman sóttu kommúnistar þó á innan félagsins, og í
byrjun desember var borin upp tillaga um að FUJS gengi í Komm-
únistaflokk Islands, sem þá var nýstofnaður. Hún var samþykkt
með 14 atkvæðum gegn 6.10
7 Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á íslandi 1921-1934, 30- 31.
8 HSk. Félag ungra jafnaðarmanna á Sauðárkróki. Fundur 2. október 1930.
9 Sama heimild. Fundur 22. október 1930.
10 Sama heimild. Fundur 8. desember 1930.
122