Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 133
KOMMÚNISTAR Á SAUÐÁRKRÓKI
Sigtryggsson.23 Hinir þrír fyrstnefndu sáu þó að mestu leyti
um skrif í blaðið, einkum Pétur, sem var bæði ritstjóri og
ábyrgðarmaður. Kotungur hóf að koma út í desember árið 1933
og urðu blöðin tvö í þeim mánuði. 1934 komu út 7 blöð og
1933 voru þau fjögur. Starfsemin á þessum tíma virðist því
hafa verið öflug. Enginn annar stjórnmálaflokkur á staðnum
gaf út blöð svo reglulega. Þrjú síðustu árin sem flokkurinn
starfaði virðist hins vegar hafa dregið mjög úr starfseminni.
Árið 1936 voru aðeins haldnir tveir fundir, og einn nýr félagi
skráði sig í flokkinn samkvæmt fundargerðabók. Næstsíðasta
árið, 1937, var aðeins haldinn einn fundur og var hann sá síð-
asti í deildinni, þ.e. 7. nóvember. Þá mættu aðeins fimm manns.
Sama dag kom Kotungur út í síðasta sinn, reyndar eina tölu-
blaðið á því ári. Árið áður kom líka aðeins eitt blað út. Á síð-
asta fundi deildarinnar kom fram að árgjöld höfðu innheimst
mjög illa. Allir félagar deildarinnar skulduðu tvö ár og sumir
fleiri.
Starf KIS og útgáfa Kotungs hvíldi að mestu á fáum einstak-
lingum. Deildin var alla tíð mjög fámenn. Skýringar á litlu
opinberu fylgi geta m.a. verið þær, að það verkafólk, sem á
annað borð var á þessum væng stjórnmálanna, gat átt erfitt
með að fá atvinnu ef skoðanir þess voru ljósar. Það var því
hugsanlega hrætt við að opinbera afstöðu sína, sérstaklega í
erfiðum árum þegar litla atvinnu var að fá og samkeppni um
hana mikil.
Skýringar á minni umsvifum KIS á árunum 1936-38 geta
verið þær, að forystumaðurinn, Pétur Laxdal, hafði minni tíma
til starfseminnar en áður. Pétur var á Sauðárkróki lengst af á
árunum 1933-35. Þar hóf hann að nema trésmíði, en var sagt
upp vinnunni árið 1935 eða 1936. Telur Ingibjörg kona hans,
að það hafi eingöngu verið vegna stjórnmálaskoðana hans og
23 HSk. Sauðárkróksdeild Kommúnistaflokks íslands. Fundur 25. nóvember 1933.
131