Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 134
SKAGFIRÐINGABÓK
afskipta af stjórnmálum.24 Næstu ár þurfti Pétur að sækja nám
sitt og vinnu til Siglufjarðar og var því ekki á Sauðárkróki
langtímum saman. Þá dró jafnframt úr starfsemi KIS. I svo fá-
mennum félagsskap sem deildin á Sauðárkróki var, þurfti ekki
annað en að helsti framámaðurinn yrði að sinna öðrum verkefn-
um til að drægi úr starfseminni.
Framboðsmál
Arið 1933 var Pétur Laxdal frambjóðandi Kommúnistaflokks
Islands í alþingiskosningum í Skagafjarðarsýslu. I þeim kosn-
ingum hlaut flokkurinn einungis 42'/2 atkvæði, eða 2,5%, en
á landinu öllu 7,5% atkvæða, svo hlutfallslegt fylgi við flokk-
inn var talsvert minna í Skagafjarðarsýslu en á landinu í heild.
Arið 1934 voru aftur kosningar til alþingis. I Kotungi 23.
júní var fjallað um þá flokka sem buðu fram. Sjálfstæðisflokk-
ur, Flokkur þjóðernissinna (þ.e. Nasistaflokkurinn), Bændaflokk-
ur og Framsóknarflokkur töldust allir til auðvaldsins og voru
því taldir svarnir óvinir verkalýðsins. Sá flokkur, sem blaðið
sagði vera hættulegastan fyrir hina kúguðu alþýðu, var Al-
þýðuflokkur, því að hann sigldi undir fölsku flaggi sem verka-
lýðsflokkur. I Kotungi sagði: “... foringjaklíka kratanna [er],
sakir áhrifavalds síns yfir verkalýðnum, höfuðstoð burgeisa-
stéttarinnar og hættulegasti óvinur verkalýðsins.”25 I þessum
orðum speglaðist viðhorf kommúnista á Sauðárkróki til Alþýðu-
flokksins á þessum tíma, en það átti eftir að breytast, eins og
síðar verður vikið að. í alþingiskosningunum í Skagafjarðar-
sýslu 1934 fékk Kommúnistaflokkurinn einungis 52 atkvæði,
eða 2,6% greiddra atkvæða, en á landinu í heild hlaut flokkur-
inn 6,0% atkvæða. Svo lítið fyigi varð þó ekki til þess að draga
24 Viðtal. Ingibjörg Ögmundsdóttir við höfund, Reykjavík 12. desember 1994.
25 Kotungur. Blað Kommúnistaflokks íslands, Sauðárkróksdeildar. 23. júní 1934.
132