Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 144
SKAGFIRDINGABÓK
þeim stað, sem tækin eru flutt frá og þar með hafið þið
framið undirboð á vinnuafli ykkar.44
Þá sagði í Kotungi, að þessi samþykkt væri ólögleg, m.a. vegna
þess að um væri að ræða kaupgjaldsákvörðun sem færi algjör-
lega fram hjá kauptaxtanefnd, en samkvæmt lögum félagsins
bæri henni að gera tillögur sem síðan væru afgreiddar á löglega
auglýstum fundi. Hinn 14. janúar 1934 var fundur haldinn í
verkakvennafélaginu. Félagskonur ákváðu að breyta „samþykkt
frá síðasta fundi". I fundargerðabók sagði: „Fundurinn sam-
þykkir, að kaupgjaldsmál þau, sem rætt var um á fundi V.K.F.
Aldan ... séu falin væntanlegri kauptaxtanefnd".45
Frá því að þetta mál kom til umræðu 14. janúar og þar til
það var útkljáð, 11. febrúar, gengu 62 konur í verkakvennafé-
lagið. Þessi mikla fjölgun hefur hugsanlega stafað af hræðslu
við kommúnista. I janúar buðu nokkrar konur, hliðhollar komm-
únistum, fram í stjórnarkosningu í félaginu gegn alþýðuflokks-
konum. I kosningum höfðu alþýðuflokkskonur sigur og mynd-
uðu meirihluta í verkakvennafélaginu.46 Á fundi 11. febrúar
var rætt um síldarsöltunartaxtann og voru félagskonur ekki á
eitt sáttar um hann. I fundargerðabók segir:
Friðrik Hansen talaði því næst um atvinnu fólks hjer.
Sjávarútvegurinn sem væri aðal atvinnuvegurinn væri alltof
lítill fyrir jafn fjölmennan stað ... Hann gat þess að það
væri orðið mjög þröngt í búi hjá hreppssjóði, og hann
sæi ekki að úr því yrði ráðið með öðru, en að fá talsverða
vinnu á staðinn.47
44 Kotungur, desember 1933 [án dagsetningar].
45 HSk. Verkakvennafélagið Aldan. Fundargerðabók 1930-1937. Fundur 14.
janúar 1934.
46 Kotungur, janúar 1934 [án dagsetningar].
47 HSk. Verkakvennafélagið Aldan. Fundargerðabók 1930-1937. Fundur 11.
febrúar 1934.
142