Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 152
SKAGFIRÐINGABÓK
Þegar íhaldsmenn voru í meirihluta í hreppsnefndinni,
þurfti verkalýðurinn ákaflega oft að ítreka kröfur sínar
um atvinnubótavinnu. ... Nú hafa orðið skipti á þessum
meirihluta ... En hvað skeður? Einmitt þá og ekki fyr
hafa þeir alveg hætt að tala um þetta, en það er vegna
þess, segja þeir, að það liggur alltaf eitthvað brýnna fyr-
ir, og í öðru lagi er það peningaleysið.59
Rök hinna vinstrisinnuðu leiðtoga vom því hin sömu og „íhalds-
leiðtoganna". Það má því ímynda sér að kröfurnar um atvinnu-
bótavinnu hafi í reynd verið óframkvæmanlegar vegna slæmrar
fjárhagsstöðu hreppsins á þessum tíma. Svipuð skoðun kom
fram í Kotungi í júlí á sama ári. Þar var boðuð ákveðin lausn á
vanda sveitarsjóðs, þ.e. að neita að greiða skuldir:
Fjárhagur Sauðárkrókshrepps er nú þannig að lán fæst
hvergi handa sveitarsjóðnum til þess að halda lífmu í
fólkinu. Þess vegna hlýtur að liggja beint við að krefjast
þess að hér eftir verði ekki greiddur einn eyrir til bank-
anna, en sú upphæð skiftir mörgum þúsundum, en því
fé, sem þannig sparast sé varið til atvinnubóta með ríkis-
framlagi þegar í stað.60
Af þessum orðum sést, að innan meirihluta hreppsnefndar hef-
ur ekki verið full eining um, hvernig útgjöldum hreppssjóðs
ætti að ráðstafa. Tillagan varð aldrei að veruleika, enda mjög
byltingarkennd.
Viðborf til Sovétríkjanna og „trúarinnar“
í síðasta tölublaði Kotungs, 7. nóvember 1937, var grein sem
bar nafnið „Sovétlýðveldin tuttugu ára“. Þar sagði m.a.:
59 Kotungur, mars 1935 [án dagsetningar].
60 Kotungur, júlí 1935 [án dagsetningar].
150