Skagfirðingabók - 01.01.1996, Síða 154
SKAGFIRÐINGABÓK
eitthvað fjarlægt. Allir áttu að verða jafnir. í Kotungi 1. maí
1935 sagði:
Hið lýsandi fordæmi sem verkalýður og bændur í Sovét-
Rússlandi hafa gefið alþýðunni í auðvaldslöndum með
sköpun stéttlauss þjóðfélags, þar sem öllu atvinnuleysi
hefir verið útrýmt, þar sem vellíðan fólksins er orðin
staðreynd, sem allir viðurkenna nema starblindir aftur-
haldsburgeisar.62
Þau trúarbrögð, sem kommúnistar og aðrir landsmenn höfðu
alist upp við, var kristin trú. Margir þeirra snerust gegn henni
á þeim forsendum, að hún hefði öldum saman svæft verkalýð-
inn, þ.e. verið „ópíum fyrir fólkið". Þessar „guðleysishug-
myndir" náðu þó varla svo nokkru næmi til almennra flokks-
manna, a.m.k. ekki á Sauðárkróki. Tæpast verður sagt, að fé-
lagar KIS hafi hafnað kirkjunni eða trúarbrögðunum, heldur
hafi þeir fremur „blandað" kommúnismanum og kristninni
saman. I því sambandi má nefna, að sumir þeirra sem voru í
flokknum, störfuðu einnig á kirkjulegum vettvangi, s.s. í kór
Sauðárkrókskirkju. Þá keypti Pétur Laxdal elsta orgel Sauðár-
krókskirkju, sem hafði verið selt frá kirkjunni, en síðar boðið
falt. Pétur lét lagfæra það og gaf kirkjunni aftur.63
Þegar lagt er mat á afstöðu íslenskra kommúnista til Sovét-
rílcjanna verður að hafa í huga hvernig fréttaflutningur var á þess-
um tíma. Andstæðingarnir, sem höfðu málgögn, s.s. Morgun-
blaðið og Alþýðublaðið, máluðu allt dökkum litum eystra á sama
tíma og málgögn kommúnista hófú þar allt til skýjanna. Ann-
aðhvort var að trúa eða trúa ekki.
Tryggvi Emilsson minntist þessara tíma í bók sinni Baráttan
um brauðið. Hann sagði:
62 Kolungur, 1. maí. 1935.
63 Kristmundur Bjarnason: Sauðárkrókskirkja og formæður hennar. Saga kirkjumála
og kennidóms í Fagranesprestakalli foma. Akureyri 1992, 164.
152