Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 155
KOMMÚNISTAR A SAUÐÁRKRÓKI
Rússneska byltingin og sósíalisminn tók sífellt meira
rúm í hugarheimi manna og hröktu ýmsa gamla for-
dóma þar úr hásætum ... menn tóku að efast um margt
það sem áður var næstum friðheilagt, svo sem eignarrétt
örfárra manna yfir öllum atvinnutækjum og eignarrétt
kaupmanna yfir verslunargróðanum, menn efuðust um
réttláta skiptingu þjóðartekna. Tíminn, sem áður var
miðaður við næstu máltíð eða þá hvað næsti dagur kynni
að fela í skauti sínu, þandist út og var kominn með
vængi, svo mikla að vonir manna um að loksins birti til
í mannheimum lyftu sér hátt og svifu undir bláum
himni inn á framtíð sinna djörfustu drauma um jafnrétti
til lífsins gæða og um allsnægtir.64
í þessum orðum Tryggva má hugsanlega greina kjarnann í
hugsýn óbreyttra flokksmanna. Rússneska byltingin var draum-
sýn — og þótt sumir myndu nú á tímum fremur sjá hana sem
tálsýn — var hún á þessum tíma mikilvæg fyrir alla hugmynda-
fræði kommúnista. I fjarlægu landi „hafði verkalýðurinn tekið
völdin og byggt upp réttlátt þjóðfélag" þótt staðreyndirnar reynd-
ust allt aðrar.
Hugmyndafræði kommúnista byggðist að nokkru á því, að
þeir sem henni voru fylgjandi ættu sameiginlegan óvin. Óvin-
urinn var ekki lengur af öðrum heimi (hið illa), heldur gekk
hann um meðal manna í líki kaupmanns eða stórgróðamanns.
Kaupmaðurinn var í reynd arðræningi, því það var hans sök
eða þess þjóðskipulags, sem hafði fætt hann af sér, að aðrir voru
fátækir. Nú áttu hagsmunir heildarinnar að koma í staðinn fyr-
ir hagsmuni hvers einstaklings. Um leið ýtti hin róttæka stefna
undir stéttaríg, enda gerðist það t.d., að yfirlýstir kommúnist-
ar eða „stéttvísir verkamenn" fengu síður vinnu en aðrir. Við-
64 Tryggvi Emilsson: Baráttan um brauðid. Æviminningar. 2. bindi. Reykjavík
1977, 256-257.
153