Skagfirðingabók - 01.01.1996, Blaðsíða 165
TRÉKIRKJUTÍMI HINN SÍÐARI í GOÐDÖLUM
eftir ÁGÚST SIGURÐSSON á Prestbakka
Gleðihugur síra Zóphoníasar Halldórssonar prófasts var bland-
inn, þegar hann steig í ístaðið og vatt sér á bak á hlaðinu í Við-
vík 10. september 1904. Þó var hann að fara í vígsluför því að
daginn eftir átti hann að helga nýreist kirkjuhús á stað, sem
honum var kærari en Viðvík og jafnvel sjálfir Hólar, en hin
aldna dómkirkja var annexía hans, og Svarfdælingi, sem hann
var borinn og barnfæddur, hlutu að vera Hólar í Hjaltadal ærið
nákominn helgur staður. Hann hafði verið prestvígður til Goð-
dala- og Abæjarsókna hinn 3. september 1876, þá 31 árs, og
þjónað þar til hausts 1886, en fór að Viðvík á því sumri.
Þegar síra Zóphonías kom að Goðdölum, var hann einhleyp-
ur, en unnusta hans 10 árum yngri, ættstór Reykjavíkurdama,
Jóhanna Soffía Jónsdóttir háyfirdómara, Péturssonar prófasts á
Víðivöllum, Péturssonar, sat í festum til sumarsins 1877, er ungi
Goðdalapresturinn reið vestur Litlasand og suður Stórasand til
brúðkaups þeirra. Var hinn elzti þriggja sona þeirra fæddur í
Goðdölum 1879, Pétur ættfræðingur, þjóðkunnur og reit m.a.
um Ættir Skagfirðinga. Hinir synirnir voru fæddir í Viðvík:
Páll alþingismaður og Hólaskólastjóri og Guðmundur, sem sett-
ist að vestan hafs.
Hinnar ungu prestskonu beið húsmóðurhlutverk í stórum
og allfornlegum bæ, sem presturinn hafði dyttað nokkuð að
um moldir haustið áður og byggt að litlu innan af hagleik
þetta sumar. 27 árum síðar var Goðdalabærinn talinn svo ill
íbúð, að þar var orðið prestslaust að fullu og öllu, en fjórir
fengið veitingu fyrir brauðinu. Var einn þeirra í fimm ár, síra
Vilhjálmur Briem sýslumannssonur frá Reynistað. Hann fékk
163