Skagfirðingabók - 01.01.1996, Síða 190
SKAGFIRÐINGABÓK
Að hér merki ekkert til ímyndan, er eg viss um, en að
það hafl ekki verið neitt, er mér ekki heldur skiljanlegra
en sjónin sjálf. Sá sem hefði viljað láta mig trúa síðan, að
hér gjæti einginn neitt þess háttar séð — það væri lygi, hjá-
trú og heimska, þyrfti að géta sannfært mig um vegna
hvurs það væri ómögulegt. Eg held, að allar upplýstar
þjóðir hafi orð yfir þess háttar. En hvurnin túngumálin
géta haf<t> orð yfir það, sem aldrei hefur né gétur verið,
skil eg ekki.
Hefði þetta verið náttúrleg missýníng, so máttu fleiri
hafa orðið á æfi minni, einkum þá eg hefi verið geigður
eða þeinkt um þess háttar. En það hefur aldrei skéð. En
einu sinni síðar bar fyrir mig viðlíkt og hitt, þá mig
ekkert varði. -
So stóð á því:
Þegar eg var á Reynistað, sváfum við hjónin frammi í
dyralopti á sumurin. Eitt haust, seint um kvöld, fórum
við fram með ljós til að hátta.10 Mér dettur í hug, að
teingdamóðir mín var búin þá að sofa æðileingi, og seigi
eg: „Það er ekki gott, að hún móðir þín vakni í myrkr-
inu. Jeg vil fara inn og kveikja og láta ljósið vera hjá
henni, þegar hún vaknar (hún var þá ekki með fullri ráð-
deild). Jeg fer inn og kveiki og geing so fram með mitt
ljós aptur. Þegar eg kém fram úr baðstofunni, stendur
rúmlega hálfvaxinn strákur fyrir innan mig; er hálfbog-
inn, styður sinni hönd á hvurt kné og snýr að mér r[ass-
10 Kona séra Páls var Elín Halldórsdóttir Vídalín klausturhaldara á Reynistað
°g Ragnheiðar Einarsdóttur, d. 1814 (P.E.Ó.: fsl.æv. II, Rvík 1949, bls. 274).
Páll og Elín bjuggu á Reynistað 1804-16 (P.E.Ó.: ísl.æv. IV, Rvík 1951,
bls. 114-15), en 1805-17 skv. búendatali {Jarða- og búendatal í Skagafjarðar-
sýslu 1781-1958, ásamt skrá yfir opinbera starfsmenn o.fl. 1700-1958, 1. hefti,
Reykjavík 1950, bls. 71).
188