Skagfirðingabók - 01.01.1996, Page 193
AF SJÓNUM SÉRA PÁLS ERLENDSSONAR
Hitt var kvenræfill, og í eingu að sjá, utan hempugarmi,
sem all<u>r var sundur tættur. Jeg þóttist nú hafa séð
nóg og vildi fara inn. En það var eins og <eg> gæti ekki
af þessu augun haft. I þessu sé eg, hvar presturinn sál-
[ugi] kémur upp. (Hann dó árið áður og var jarðað<u>r
skammt frá, þar sem þetta sat.13 - Hún sýndi mér af-
stöðuna). Hann var í hempunni og hristir hana framan í
þessa ófreskju. I því þrífur hinn í þessa kvenmynd, flettir
í sundur hempugarminum, hreif og sleit so þennan nakta
kropp og flaug með hann út fyrir bæ. En það tísti so og
vældi í þessu aumingja rifrildi, að mér ógnaði, og verst
af öllu þókti mér, að eg þekkti hana.”
Hún sagði mér so, hvurri hún var líkust. Jeg hafði heyrt
hennar gétið. Hún var orðlögð f[yrir] ríkidæmi, níðsku
og miskunnarleysi. Hún dó so, að hún hvurki tímdi að
fæða sig og enn síður klæða eptir standi.14
13 Tæpast getur verið um annan prest að ræða en Gunnlaug Magnússon, sem
lézt 19- júní 1804 (P.E.Ó.: ísl.æv. II, Reykjavík 1949, bls. 215-16).
14 Að svo komnu máli verður ekki freistað að gizka á, hver hafi verið sú ríki-
dæmiskona, sem hér um ræðir, og var refsað jafn grimmilega fyrir syndir sín-
ar og raun bar vitni í öðrum heimi.
191