Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 18
16
MÚLAÞING
krossunum, með alllöngu millibili, á fimmta km, Krossavík, ytri og
innri. Tíminn breytir þó þessu og verður Syðri-Krossavík og síðan
aðeins Syðri-Vík, ætíð þó ritað Syðrivík, og þessir tveir bæir skilj-
ast að í minningunni um sitt samnefni í öndverðu. Eftir verður
Krossavík, höfuðbólið og goðasetrið. Það gat ekki orðið Ytri-Vík,
til þess er krossatáknið of stórt í sínu einkenni og í sína minningu.
Lýtingur Asbjarnarson er sá maður nefndur, sem þarna kom að
landi og nefndi bæ sinn Krossavík. Hann er norskur maður og eng-
in Iíkindi á því, að hann hafi þekkt neitt til kristinna trúarbragða,
og þar sem Austurland byggðist fyrst að fullu allra landshluta, hef-
ur Lýtingur ekki komið seinna út en um 880 og verið þá maður á
þroskaaldri. Hann er talinn faðir Geitis í Krossavík og Höllu móður
Bjarna Brodd-Helgasonar. Það fær eigi staðizt eftir tímanum, og
mun vanta einn eða tvo liði á milli Lýtings Ásbjarnarsonar og Lýt-
ings föður þeirra Geitis og Höllu. Geitir og Þorkell sonur hans búa
báðir í Krossavík og eru goðorðsmenn, en það goðorð hefur verið
litið, þar sem meginhluti sveitarinnar lá til Hofsgoðorðs af land-
fræðilegum sökum. Getið er þess, að Þorkell átti þingmenn í öðrum
héröðum, svo að ríki hans hefði af þeim sökum ekki þurft að vera
tiltakanlega lítið. Vopnfirðingasaga getur um líf og örlög þessara
manna, svo að þess þarf ekki hér að geta, sem þar er sagt. Því virð-
ist mega trúa, að Þorkeli hafi eyðzt fé með aldri og hann hafi farið
i Hof til Bjarna frænda síns og lokið þar ævidögum. Eftir það virð-
isí Krossavíkurgoðorð renna saman við Hofsgoðorð, og er ekki
getið barna Þorkels við staðfestu í Krossavík, enda getur þess ekki,
að hann hafi átt utan dætur, sem staðfestust í fjarrum sveitum, en
miklir virðingarmenn töldust af honum komnir, er stundir liðu.
Krossavík virðist hafa gengið undir eignarráð þeirra Hofverja,
og munu þeir hafa haldið fast á svo góðri eign. Á dögum Þorkels
fer nokkrum sögum frá Krossavík í sambandi við hann. Merkust af
þeim er sagan, er Oddný systir Þorkels, daufdumb stúlka, lét flek-
ast af farmanni, glæsilegum, og varð barnshafandi, en Þorkell skip-
aði að láta bera barnið út. Kot eitt var þá í Krossavíkurlandi, og
bjó þar karl, sem Krumur hét, en kotið tók nafn af honum og nefnd-
ist Krumsholt. Sveinninn, sem Oddný fæddi, var borinn í skóga ný-
fæddur, en kvað v.ið svo hátt, að Krumur heyrði, Tók hann sveininn