Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 29
MÚLAÞING
27
liafa kvænzt 1774, sem varla fær staðizt, svo sem síðar segir. Árið
1776 fæðast tveir drengir í Krossavík: Þorsteinn, sonur Vigfúsar
Ogmundssonar, er fyrr gat, og er hann talinn fæddur i Krossavíkur-
hjáleigu, eins og þar sé nú aðeins ein hjáleiga, og mun svo hafa
verið. Bendir þetta á, að Vigfús hafi verið sonur Ogmundar Ás-
mundssonar. Hinn var hinn merkilegi iandnámsmaður í Vopnafirði:
Þorvaldur, er kallaður var krókur. Hann var Þórðarson, og reyndar
auðséð hverra manna, þótt hér sé ekki ritað. Hann byggði, í ein-
setu, bæ í Almenningi innst í Selárdal norðan ár. Sat hann þar
skamma hríð og var kallað í Almenningi, en er byggð hófst þar
að nýju, nokkru síðar, hét það í Þorvaldsstöðum og æ síðan. Þá
byggði Þorvaldur, enn í einsetu, kofa .innst í Vesturárdal. Þar var
síðar tekin upp byggð, presturinn kemur þar og skírir liann og
kallar bæinn á Króksstöðum. Þar hét síðan Desjamýri. Hefði Þor-
valdur borið fleiri nöfn, hefði hann líklega byggt upp fleiri bæi í
Vopnafirði! Með Guðmundi sýslumanni hefst nú hin nýja, svip-
rnikla saga Krossavíkur, sem með hans afkomendum og tengdafólki
stóð yfir 120 ár. Fyrir almúga virtist þessi saga byrja eins og mikið
vorhret, en enda á blíðu hausti.
Ekkert orðspor er nú til af Þórunni Pálsdóttur, konu Guðmundar
sýslumanns, enda lifði hún stutt og stóð í barneignum. Fyrsta barn
þeirra, sem þroska náði, var Páll, f. 1777. Hann varð sýslumaður
eftir föður sinn í Norður-Múlasýslu, sá fjórði og síðasti í feðga-
röðinni, er þessa sýslu héldu, nærfellt 100 ár. Hann varð ekki gam-
all og dó 1815. Getur hans víða í heimildum og þjóðsögum. Næst
var Þórunn, f. 1779. Tvítug að aldri eignaðist hún barn á Hofi.
Segir kirkjubókin, að faðir sé Gunnlaugur Jónsson, heilsubilaður
maður; almennt nefndur vitlausi Gunnlaugur, og er hætt við að
bókinni skjátlist þar. Hún átti tveimur árum síðar Björn, er gerðist
þá prestur á Eiðum, Vigfússon prests í Garði í Kelduhverfi. Var
þeirra dóttir Anna, kona Péturs prests á Valþjófsstað Jónssonar.
Þórunn lifði síðan stutt og átti ekki fleiri barna. Næst var Málfríð-
ur, f. 1781. Var hún ógift alla ævi og barnlaus, og dvaldi mest með
Sigurði bróður sínum, en hann var yngsta barn þeirra hjóna, er
á fætur komst, f. 1784. Hann varð stúdent, en bjó embættislaus,
lengst á Eyjólfsstöðum í Vallahreppi og var um skeið umboðsmað-