Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1966, Blaðsíða 129
MÚLAÞING
125
Sigurðsson verzlunarstjóri á Vestdalseyri. Sótt var og varið af
kappi og frestir fengnir á víxl til andsvara framlögðum málsskjöl-
um og til vitnaleiðslu. Alls voru leidd 24 vitni og 16 þeirra eiðtek-
in. Dómari var Einar Thorlacius.
Til dóms var málið tekið 27. júní, og var Sigurður sýknaður.
Meðal dómsforsenda var sú, að ekki væri unnt að dæma eftir
vitnafram'burðinum, vegna þess að framburður tveggja hinna eið-
teknu vitna hefð.i verið gagnstæður því, sem önnur eiðtekin vitni
hefðu borið.
Þegar litið er til þessarar forsögu, má það þykja furðu gegna,
hvað fríkirkjumenn voru hógværir á fundinum, og eins hitt, að
presturinn þóttist ekkert vita um óánægju milli sín og safnaðar-
manna. Astæðan mun hafa verið sú, að fríkirkjumenn gátu ekki
sannað ólögmæta framkomu prests, þótt óhilgjörn þætti, en prest-
ur hins vegar viljað slæva óánægjuna fremur en auka hana.
EFTIRHREYTUR
Sigurður Einarsson, málshefjandi á fríkirkjufundinum, var þá
maður um fertugsaldur. Hann var sonur Einars bónda Eiríkssonar
á Sævarenda í Loðmundarfirði og konu hans, Sfgríðar Sigurðar-
dóttur, beykis á Eskifirði, Olafssonar.
Sigurður hafði gengið á Möðruvallaskólann, farið svo til Vestur-
heims og dvalið nokkur ár í Winnepeg. Þar hafði hann gengið í
söfnuð unitara. Unitarar hafna friðþægingarkenningunni og guð-
dómi Krists, en viðurkenna hann sem spámann og siðameistara.
Tíðareglur þeirra eru því í ýmsu frábrugðnar siðareglum íslenzku
kirkjunnar.
Heimkominn aftur frá Vesturheimi til Loðmundarfjarðar kvænt-
ist Sigurður Arnbjörgu Stefánsdóttur frá Stakkahlíð (systur Rann-
veigar á Selstöðum) í borgaralegu hjónabandi. Arnbjörg hafði
framazt og menntazt í námsför til Kaupmannáhafnar. Settust þau
að á Hánefsstaðaeyrum við útgerð og nefndu hús sitt Sigurðar-
staði. Mun Arnbjörg hafa hneigzt t.il trúarskoðana manns síns og
ef til vill fleiri menn þar um slóðir. Eðlilega voru þau í hópi utan-
kirkjumanna í Dvergasteinsprestakalli. Áunnu þau sér brátt álit,
og Sigurður var orðinn hreppstjóri, sem getið hefur verið.